Mímir - 01.06.1981, Page 67
ið, vit-a. Breytingar þessar eru nánast önd-
verðar hinum altæku breytingum í 2. og 3. p.
iít. vh. þt. „í útliti“ og er því e. t. v. ekki að
undra þótt ekki hafi verið bent á sérstök
tengsl þeirra. Auk þess má lýsa þessum sér-
tæku breytingum núþálegra sagna sem áhrifs-
breytingum á milli sagnflokka. Engu að síð-
ur vekur það grun um tengsl þeirra við al-
tæku breytingarnar að þær varða sömu form-
deildir og hinar síðarnefndu og verða á all-
svipuðum tíma, einkum á 14.—16. öld (þó
að gögn bendi raunar til að í núþálegu sögn-
unum hefjist altæku breytingarnar u. þ. b.
öld síðar en hinar sértæku láta fyrst á sér
kræla í heimildum, sbr. uppsetninguna í
(13)). Þessi grunur fær skemmtilega stað-
festingu þegar þróun núþálegra sagna frá
fornmáli til nútímamáls er lýst með and-
stæðukerfum TÍÐAR og HÁTTAR:
(13) 2.p.: 3.p.:
uð ff ið u hf i
1. stig (fornmál):
uð hf ið u hh i
ið ið a hf i
2. stig: hf hf
uð hh ið u hh i
ið ið a hf i
3. stig (nútímamál): +f •hh hf +h
uð uð u u
Þróun fjölda lágmarksandstæðnanna hefur
m. ö. o. verið þessi:
(14) fh. ft- vh.: 4 > 3 > 1
nt. bt- þt.: 0 > 2 > 4
Breytingar á endingum núþálegra sagna
gerðust vissulega ekki í þeim skýrt aðgreindu
stigum eða þrepum sem sýnd eru í (13) og
felur sú lýsing því í sér verulega einföldun.
Auðvelt er þó að ganga úr skugga um að þessi
einföldun hefur engin áhrif á meginniður-
stöðuna.
4.5. Þróun fleirtöluendinga sagnarinnar
að vera frá fornmáli til nútímamáls er afar
margslungin og flókin. Veldur einkum erfið-
leikum í því sambandi að mjög lítið er vitað
um tímaafstæður sértæku breytinganna, sé-
(i)ð, sé(-i) > sé-uð, sé-u, til hinna altæku
breytinga í sömu persónum í vh. þt., þ. e.
vær-ið, vær-i > vær-uð, vær-u. I annan stað
er þess svo að gæta að ætla má að á elsta
málstigi íslensku hafi flt. vh. nt. þessarar
sagnar haft ósamdregnu myndirnar séim, séið,
séi en í elstu handritum eru algengastar mynd-
irnar sém, séð, sé (sbr. Noreen 1970:gr. 130,
537 og Anm.; Larsson 1891). Hér er óhætt
að líta fram hjá þessum vandamálum og miða
aðeins við algengasta málstig elstu handrita
og nútímamál:
(15)
Elstu handrit: Nútímamál:
2. p. 3. p.: 2. p.: 3. p.:
uð hh ð u hf 0 uð uð u u
hh -Ih
uð hf ið u hf i uð uð u u
Það er því deginum ljósara að hinar sér-
tæku breytingar í endingum 2. og 3. p. flt.
vh. nt. að vera eru náskyldar öðrum breyting-
um á fleirtöluendingum íslenskra sagna: Þær
leiða m. ö. o. til veiklunar háttgreiningar og
samræmingar tíðgreiningar á milli fh. og vh.
hverrar persónu. Sérstaka athygli vekur þó að
hér verður einnig veiklun tíðgreiningar. Sam-
ræming í tíðgreiningu á milli fh. og vh. hverr-
ar persónu fleirtölunnar hefur hér sem sagt
orðið yfirsterkari þeirri tilhneigingu til efl-
ingar TÍÐAR sem ríkjandi er annars staðar
í sagnbeygingunni. Það þarf ekki að koma á
65