Mímir - 01.06.1981, Page 67

Mímir - 01.06.1981, Page 67
ið, vit-a. Breytingar þessar eru nánast önd- verðar hinum altæku breytingum í 2. og 3. p. iít. vh. þt. „í útliti“ og er því e. t. v. ekki að undra þótt ekki hafi verið bent á sérstök tengsl þeirra. Auk þess má lýsa þessum sér- tæku breytingum núþálegra sagna sem áhrifs- breytingum á milli sagnflokka. Engu að síð- ur vekur það grun um tengsl þeirra við al- tæku breytingarnar að þær varða sömu form- deildir og hinar síðarnefndu og verða á all- svipuðum tíma, einkum á 14.—16. öld (þó að gögn bendi raunar til að í núþálegu sögn- unum hefjist altæku breytingarnar u. þ. b. öld síðar en hinar sértæku láta fyrst á sér kræla í heimildum, sbr. uppsetninguna í (13)). Þessi grunur fær skemmtilega stað- festingu þegar þróun núþálegra sagna frá fornmáli til nútímamáls er lýst með and- stæðukerfum TÍÐAR og HÁTTAR: (13) 2.p.: 3.p.: uð ff ið u hf i 1. stig (fornmál): uð hf ið u hh i ið ið a hf i 2. stig: hf hf uð hh ið u hh i ið ið a hf i 3. stig (nútímamál): +f •hh hf +h uð uð u u Þróun fjölda lágmarksandstæðnanna hefur m. ö. o. verið þessi: (14) fh. ft- vh.: 4 > 3 > 1 nt. bt- þt.: 0 > 2 > 4 Breytingar á endingum núþálegra sagna gerðust vissulega ekki í þeim skýrt aðgreindu stigum eða þrepum sem sýnd eru í (13) og felur sú lýsing því í sér verulega einföldun. Auðvelt er þó að ganga úr skugga um að þessi einföldun hefur engin áhrif á meginniður- stöðuna. 4.5. Þróun fleirtöluendinga sagnarinnar að vera frá fornmáli til nútímamáls er afar margslungin og flókin. Veldur einkum erfið- leikum í því sambandi að mjög lítið er vitað um tímaafstæður sértæku breytinganna, sé- (i)ð, sé(-i) > sé-uð, sé-u, til hinna altæku breytinga í sömu persónum í vh. þt., þ. e. vær-ið, vær-i > vær-uð, vær-u. I annan stað er þess svo að gæta að ætla má að á elsta málstigi íslensku hafi flt. vh. nt. þessarar sagnar haft ósamdregnu myndirnar séim, séið, séi en í elstu handritum eru algengastar mynd- irnar sém, séð, sé (sbr. Noreen 1970:gr. 130, 537 og Anm.; Larsson 1891). Hér er óhætt að líta fram hjá þessum vandamálum og miða aðeins við algengasta málstig elstu handrita og nútímamál: (15) Elstu handrit: Nútímamál: 2. p. 3. p.: 2. p.: 3. p.: uð hh ð u hf 0 uð uð u u hh -Ih uð hf ið u hf i uð uð u u Það er því deginum ljósara að hinar sér- tæku breytingar í endingum 2. og 3. p. flt. vh. nt. að vera eru náskyldar öðrum breyting- um á fleirtöluendingum íslenskra sagna: Þær leiða m. ö. o. til veiklunar háttgreiningar og samræmingar tíðgreiningar á milli fh. og vh. hverrar persónu. Sérstaka athygli vekur þó að hér verður einnig veiklun tíðgreiningar. Sam- ræming í tíðgreiningu á milli fh. og vh. hverr- ar persónu fleirtölunnar hefur hér sem sagt orðið yfirsterkari þeirri tilhneigingu til efl- ingar TÍÐAR sem ríkjandi er annars staðar í sagnbeygingunni. Það þarf ekki að koma á 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.