Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 69
(16)
1. p. et.:
St. sg. og núþálegar: V. sg. 1: V. sg. 1: V. sg. 3
Fornmál: 0 ++ a 0 +4 a ++ i 14 a 4+ a a
0 14 a a a a a a a
Nútímamál: 0 ++ i 0 ++ i +4 i i a ++ i ++
0 ++ i i i i i i i
Parf ekki frekari vitna við um það að al-
tækar breytingar á endingum 1. p. et. varða
í raun alls, ekki tíðar- og háttgreiningu innan
sagnendinga.
Tíðar- og háttgreining hefur reyndar brevst
í 2. og 3. flokki veikra sagna. Þær breyting-
ar standa þó augljóslega aðeins í sambandi
við beygingarflokkun sagna; þær ráðast m. ö.
o. eingöngu af endingu (eða ,,stofnviðskeyti“)
1. p. et. í fh. nt. sem var einmitt sú ending
sem ekki breyttist (sbr. þó hér á eftir). Þetta
undirstrikar það sem sagði í 3.5., og jafnt á
við um fornmál og nútímamál, að það er að
verulegu leyti ,,tilviljun“ háð hvort og
hvernig tíðar- og háttgreining kemur fram í
eintöluendingum íslenskra sagna. Það á sér
aftur þá eðlilegu skýringu að þessi greining
kemur fram í eintöluendingunum í heild en
ekki í sérstöku morfi innan þeirra (eins og á
hinn bóginn er í fleirtöluendingunum).
4.8. Andstæðukerfi TÍÐAR og HÁTT-
AR skiptir augljóslega ekki höfuðmáli í sam-
bandi við altækar breytingar á endingum 1.
p. et. Það gerir hins vegar andstæðukerfi
PERSÓNU (sbr. (2) og (3)). í slíku kerfi má
lýsa öllum breytingunum þremur á sama hátt:
(17)
Fornmál:
a -H-
14 i
ir 14
Nútímamál:
i
+f i
ir ++
Breytingar þessar fela sem sagt alltaf í sér
að lágmarksandstæða af gerðinni 1. p. ++ 3. p.
,,fellur brott“ eða hættir réttara sagt að vera
deilin (hin óhlutstæða andstæða formdeild-
anna er eftir sem áður til staðar í málkerf-
inu). Athyglisvert er að jafnframt glata end-
ingasérhljóðin hlutverki sínu sem persónu-
merki; þessi merki verða nú -0, -r, -0 í vh.
og fh. þt. veikra sagna. Mvnstrið -0, -Ci, -0
(þar sem Ci táknar samhljóð, eitt eða fleiri)
í persónuendingum sagneintölunnar var til
staðar í fornu máli í fh. þt. sterkra sagna (og
fh. nt. núþálegra sagna o.v.) eins og málfræð-
ingar hafa reyndar bent á áður (Hreinn Bene-
diktsson 1962; Oresnik 1980). Með hinum
altæku breytingum á endingum 1. p. et. er
þetta mynstur því nánast alhæft í öllum vh.
et. og fh. þt. et. Flestar breytingar sem orðið
hafa á eintöluendingum íslenskra sagna miða
ýmist að því að útbreiða þetta kerfi persónu-
merkja eða að eyða lágmarksandstæðum af
67