Mímir - 01.06.1981, Side 70
gerðinni 1. p. +f 3. p., nema hvorttveggja sé.
Breytir engu um þetta þó að sumar þessara
breytinga eigi sér að nokkru leyti hljóðfræði-
legar skýringar. Auk altækra breytinga 1. p.
et. má sem dæmi þessa nefna breytingar í fh.
nt. sumra sterkra sagna (og nokkurra sagna
af 1. flokki veikra sagna) sem með nokkurri
einföldun má lýsa með þessum dæmum:
afar fátíð og bundin við lítinn hóp sterkra
sagna (í fh. nt.) sem allar hafa bakstætt sér-
hljóð í stofni að því er mér sýnist, t. d. sjá,
fá, ná; — auk sagnarinnar að vilja! Að öðru
leyti eru nú ríkjandi tvö kerfi eða mynstur
persónumerkja í eintölu: -0, -x, -x (víðast í
fh. nt.) og -0, -x, -0. (Sjá líka Jörund Hilm-
arsson 1980).
(18) Fornmál: Nútímamál:
1. p.
2. p.
3. p.
fer-0
fer-r
fer-r
kýs-0
kýs-s
kýs-s
fer-0
fer-ð
fer-0
kýs-0
kýs-t
kýs-0
í þessu ljósi ber einnig að skoða breyting-
una em > er í 1. p. et. fh. nt. að vera en hún
átti sér að mestu leyti stað á 14.—15. öld;
ennfremur beyginguna (ég) vill og (hann,
hún, það) vil sem mjög tíðheyrð er í nútíma-
máli (einkum (ég) vill). Um myndina vil í 3.
p. et. eru reyndar kunn dæmi frá því á fyrri
hluta 13. aldar og um vill í 1. p. et. frá því á
fyrri hluta 16. aldar (Halldór Ármann Sig-
urðsson 1980:27). Mætti það verða mál-
prédikurum til nokkurrar umhugsunar.
Að lokum má hér nefna að á 14.—16. öld
verður vart mjög víðtækrar tilhneigingar í
sögnum í þá veru að 1. p. et. fh. nt. taki á
sig mynd 3. p., t. d. tek, hef, horfi, kalla >
tekur, hefur, horfir, kallar (sjá t. d. Björn K.
Þórólfsson 1925:53—54, 108—109; Hall-
dór Ármann Sigurðsson 1980:25 o. áfr.).
Breyting þessi virðist með öllu hafa gengið
til baka á seinni hluta 16. aldar (nema í að
vilja og vera, enda er þar ekki um að ræða al-
gjörlega hliðstæða breytingu). Á það sér e. t.
v. þá skýringu að með breytingunni hefði ekki
aðeins horfið lágmarksandstæða af gerðinni
1. p. U 3. p. heldur öll persónugreining í et.
fh. nt. langflestra sagna.
Athyglisverð niðurstaða þeirra breytinga á
eintöluendingum sagna sem hér hafa verið
gerðar að umtalsefni er að í nútímamáli er
þrígreining PERSÓNU í eintöluendingunum
68
4.9. Með notkun lágmarksandstæðna og
andstæðukerfa hefur hér verið sýnt fram á að
breytingar á eintöluendingum íslenskra sagna
eru eðlisóskyldar breytingum fleirtöluending-
anna: Hinar síðarnefndu varða allar tíðar- og
háttgreiningu innan fleirtöluendinganna og
gerast raunar alltaf í hinu sérstaka morfi T/
H en aldrei í persónumerkjum fleirtölunnar,
-m, -ð, -0. Hinar fyrrnefndu varða hins vegar
alltaf persónugreiningu og persónumerki ein-
tölunnar. Það er því fræðilega afar ósennilegt
að þarna geti verið um sams konar breytingar
að ræða. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart
þegar höfð er í huga sú meginniðurstaða 3.
kafla, sem jafnt á við um fornmál og nútíma-
mál, að mismunandi morfemgreiningar eigi
við um endingar eintölu og fleirtölu íslenskra
sagna. Þannig styðja samtímaleg og söguleg
athugun hér hvor aðra með býsna áhrifamikl-
um hætti. Það undirstrikar svo aftur gildi
þeirra aðferða sem hér hefur verið beitt að
málfræðingar, sem hingað til hafa að mestu
leyti athugað þessar breytingar í hinu hefð-
bundna paradigma, hafa ekki komið auga á
þessar meginstaðreyndir fyrr.
Að síðustu er vert að geta þess að í ís-
lenskum sögnum er í raun grundvallarmunur
á andstæðukerfum TÍÐAR og HÁTTAR
annars vegar og PERSÓNU hins vegar. And-
stæðukerfi TÍÐAR og HÁTTAR er sem sagt
tvöfalt í sögnunum; kemur bæði fram í end-
ingum þeirra og stofni (ásamt þátíðarviðskeyti
veikra sagna). Andstæðukerfi PERSÓNU
kemur hins vegar aðeins fram í endingum
sagna en á sér raunar hliðstæðu í fornöfnum,