Mímir - 01.06.1981, Page 70

Mímir - 01.06.1981, Page 70
gerðinni 1. p. +f 3. p., nema hvorttveggja sé. Breytir engu um þetta þó að sumar þessara breytinga eigi sér að nokkru leyti hljóðfræði- legar skýringar. Auk altækra breytinga 1. p. et. má sem dæmi þessa nefna breytingar í fh. nt. sumra sterkra sagna (og nokkurra sagna af 1. flokki veikra sagna) sem með nokkurri einföldun má lýsa með þessum dæmum: afar fátíð og bundin við lítinn hóp sterkra sagna (í fh. nt.) sem allar hafa bakstætt sér- hljóð í stofni að því er mér sýnist, t. d. sjá, fá, ná; — auk sagnarinnar að vilja! Að öðru leyti eru nú ríkjandi tvö kerfi eða mynstur persónumerkja í eintölu: -0, -x, -x (víðast í fh. nt.) og -0, -x, -0. (Sjá líka Jörund Hilm- arsson 1980). (18) Fornmál: Nútímamál: 1. p. 2. p. 3. p. fer-0 fer-r fer-r kýs-0 kýs-s kýs-s fer-0 fer-ð fer-0 kýs-0 kýs-t kýs-0 í þessu ljósi ber einnig að skoða breyting- una em > er í 1. p. et. fh. nt. að vera en hún átti sér að mestu leyti stað á 14.—15. öld; ennfremur beyginguna (ég) vill og (hann, hún, það) vil sem mjög tíðheyrð er í nútíma- máli (einkum (ég) vill). Um myndina vil í 3. p. et. eru reyndar kunn dæmi frá því á fyrri hluta 13. aldar og um vill í 1. p. et. frá því á fyrri hluta 16. aldar (Halldór Ármann Sig- urðsson 1980:27). Mætti það verða mál- prédikurum til nokkurrar umhugsunar. Að lokum má hér nefna að á 14.—16. öld verður vart mjög víðtækrar tilhneigingar í sögnum í þá veru að 1. p. et. fh. nt. taki á sig mynd 3. p., t. d. tek, hef, horfi, kalla > tekur, hefur, horfir, kallar (sjá t. d. Björn K. Þórólfsson 1925:53—54, 108—109; Hall- dór Ármann Sigurðsson 1980:25 o. áfr.). Breyting þessi virðist með öllu hafa gengið til baka á seinni hluta 16. aldar (nema í að vilja og vera, enda er þar ekki um að ræða al- gjörlega hliðstæða breytingu). Á það sér e. t. v. þá skýringu að með breytingunni hefði ekki aðeins horfið lágmarksandstæða af gerðinni 1. p. U 3. p. heldur öll persónugreining í et. fh. nt. langflestra sagna. Athyglisverð niðurstaða þeirra breytinga á eintöluendingum sagna sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni er að í nútímamáli er þrígreining PERSÓNU í eintöluendingunum 68 4.9. Með notkun lágmarksandstæðna og andstæðukerfa hefur hér verið sýnt fram á að breytingar á eintöluendingum íslenskra sagna eru eðlisóskyldar breytingum fleirtöluending- anna: Hinar síðarnefndu varða allar tíðar- og háttgreiningu innan fleirtöluendinganna og gerast raunar alltaf í hinu sérstaka morfi T/ H en aldrei í persónumerkjum fleirtölunnar, -m, -ð, -0. Hinar fyrrnefndu varða hins vegar alltaf persónugreiningu og persónumerki ein- tölunnar. Það er því fræðilega afar ósennilegt að þarna geti verið um sams konar breytingar að ræða. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart þegar höfð er í huga sú meginniðurstaða 3. kafla, sem jafnt á við um fornmál og nútíma- mál, að mismunandi morfemgreiningar eigi við um endingar eintölu og fleirtölu íslenskra sagna. Þannig styðja samtímaleg og söguleg athugun hér hvor aðra með býsna áhrifamikl- um hætti. Það undirstrikar svo aftur gildi þeirra aðferða sem hér hefur verið beitt að málfræðingar, sem hingað til hafa að mestu leyti athugað þessar breytingar í hinu hefð- bundna paradigma, hafa ekki komið auga á þessar meginstaðreyndir fyrr. Að síðustu er vert að geta þess að í ís- lenskum sögnum er í raun grundvallarmunur á andstæðukerfum TÍÐAR og HÁTTAR annars vegar og PERSÓNU hins vegar. And- stæðukerfi TÍÐAR og HÁTTAR er sem sagt tvöfalt í sögnunum; kemur bæði fram í end- ingum þeirra og stofni (ásamt þátíðarviðskeyti veikra sagna). Andstæðukerfi PERSÓNU kemur hins vegar aðeins fram í endingum sagna en á sér raunar hliðstæðu í fornöfnum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.