Mímir - 01.06.1981, Side 73
RÚNAR HELGI VIGNISSON:
MEÐ FELLIBYL í MAGANUM
- Smásaga -
Þegar þau voru sest inní volgan leigubíl-
inn, og hann hafði pantað áfangastaðinn, þá
fann hann hvernig hún hallaði sér uppað
honum, skynjaði kalt nef hennar á hálsi sín-
um. Hann lagði handlegginn yfrum grannar
axlir hennar og horfði á gulnuð laufin feykj-
ast um gangstéttirnar undan geisandi norð-
annæðingnum. Sums staðar voru stórir skafl-
ar af þessum nýföllnu laufum, heilir kirkju-
garðar. Þá tók hann eftir að hún skalf lítið
eitt, og hann þrýsti henni að sér og undrað-
ist þennan mikla kulda í henni.
Ósköp er þér kalt, sagði hann lágt.
Hún saug uppí nefið og hjúfraði sig enn
betur uppað honum. Hann sat keikur og
horfði með hlutleysissvip útum gluggann, sá
dúðað fólkið berjast við hryssingslega hvess-
una, sem virtist sækja að úr öllum áttum.
Það voru mörg rauð nef á ferð, og honum
datt í hug hvort kuldi hefði sérstaka til-
hneigingu til að sækja í þann líkamshluta.
Hann sá fólk norpa eftir strætó, og eitt
augnablik var hann ánægður með sitt hlut-
skipti.
Svo fann hann alltíeinu heitan dropa falla
oneftir hálsinum — fyrst einn, svo annan.
Hann hélt áfram að sitja keikur sem stein-
kall, því hann vissi ekki hvernig best væri
að bregðast við svo óvæntri vætu. Þau voru
stödd í aftursæti leigubíls og óku um haust-
kaldar götur Reykjavíkur, og hún var farin
að vatna músum oná hálsinn á honum. Hvern-
ig átti hann að höndla svo viðkvæmt mál?
Hann fór mjúkum höndum um axlir henn-
ar og strauk hendinni varlega niðreftir þykku
hárinu. Hún hafði ofurlítið liðað hár, ljóst.
Hann hafði oft handfjatlað það, fitlað við
það, fundið það strjúkast yfir andlitið og
kitla hann, séð það flaksast í vindi, horft á
hana flétta það og hnýta í tagl; dáðst að því.
Nú þorði hann varla að strjúka létt yfir það,
af því þau sátu í leigubíl með ókunnum bíl-
stjóra. Ósköp var hann bjánalegur.
Svona svona, hvíslaði hann hljómlausum
rómi.
Eg hefði aldrei átt að gera þetta, snökti
hún, ég ætti ekki að fara frá þér, ég ætti að
vera hérna hjá þér. Hann heyrði að hún hafði
ekka.
Eitt augnablik kviknaði með honum ofur-
lítill neisti, bjartur neisti, sem hann vissi
mætavel að átti engan tilverurétt. Þess vegna
sagði hann:
Jú auðvitað ferðu, þú getur ekki hætt við
núna.
Hann óttaðist að orð hans hljórnuðu ekki
nógu trúlega, því hann var slappur í radd-
beitingu.
Ég er svo hrædd, grét hún. Ég er svo
hrædd að fara frá þér, ég er svo hrædd um
að ég sé að gera vitlaust.
Honum fannst hún hafa svo brjóstum-
kennanlegan grát að hann ætlaði varla að
geta haldið karlmannsímynd sinni í horfinu,
hann ætlaði varla að geta stunið upp að þetta
yrði auðvitað allt í lagi, hún þyrfti ekkert að
vera hrædd, og hún væri ábyggilega ekki að
71