Mímir - 01.06.1981, Síða 74
gera neina vitleysu, — henni mundi líða vel.
Hún gæti þetta allt.
En hún hélt áfram að brynna músum og
hjúfra sig uppað honum, einsog hann væri
einhver pétur. Til að þurfa ekki að segja
meira, því hann var viss um að hann kæmi
ekki upp einu orði til viðbótar, fór hann að
grúska í vösum sínum eftir vasaklút.
Hérna, sagði hann og rétti henni hvítan
vasaklút.
Hún tók við klútnum og fór að snýta sér
og verka tárin úr andlitinu. Sjálfur þurrkaði
hann sér um hálsinn. Hann sá að andlit henn-
ar var þrútið, líkast því sem hún hefði sætt
langvarandi kuldum eða væri haldin óléttu-
bjúg. Hann fór að velta því fyrir sér hvort
ökumaðurinn hefði tekið eftir nokkru, hvort
hann hefði séð að hún var að skæla, hvort
hann hefði heyrt áhvíslingar þeirra. Pað sást
þá allavega ekki á manninum, hann virtist
hafa allan hugann við aksturinn, var í þann
mund að skipta um akrein og fara frammúr.
Þetta var miðaldra maður, grár fyrir hærum
og djúpar hrukkur kvísluðust um veðrað and-
lit hans einsog skurðir um mýri. Lífsreyndur
maður og hafði ábyggilega keyrt lengi, var
á einum af þessum gömlu datsúnum. Það
gerði svosem ekkert til þó hann hefði heyrt
eitthvað, hann var bara ökumaður númer 61,
og þau mundu sjálfsagt aldrei sjá hann fram-
ar.
Hún hafði lokið við að hreinsa framanúr
sér, en bað um að fá að halda vasaklútnum.
Hann óttaðist að hún ætlaði að gráta meira.
Mér líður svo illa, heyrði hann hana segja.
Það lagast, það lagast, bíaði hann. Þú
hressist strax þegar þú hittir krakkana.
Ég veit það ekki, sagði hún og var enn
með ekka.
Jújú, sagði hann og reyndi að vera sann-
færandi. Ég er viss um það.
Þá fór hún að þakka honum fyrir að hafa
komið með sér, það væri svo gott að hafa
hann hjá sér, hvað hún vildi óska að hann
gæti komið með henni alla leið. Svo táraðist
hún pínulítið meira og honum fannst það
hlyti að vera gott að eiga svona auðvelt með
að gráta.
Hann fór aftur að horfa útum gluggann,
sleppti augunum lausum á umheiminn. Þarna
einhvers staðar var Esjan, og það hafði kast-
að föli á þetta fræga fjall sem spakur maður
sagði að héti alls ekki Esja, heldur Gunnlaug.
Það mátti sjá að hemað hafði á polla um
nóttina, sem þýddi að rúðusköfufaraldur
hefði geisað fyrr um morguninn. Greinilegt
að veturinn var að láta vita af sér, monthan-
inn sá. Fyrr en varði yrði sjálfsagt farið að
fenna. Það var ekki laust við að tilhugsunin
fengi honum hroll þar sem hann sat inní
hlýjum bílnum. Bráðum yrði hann að fara út.
Þá heyrði hann að hún var aftur farin að
tala við hann.
Þú verður að skrifa mér, sagði hún í hálf-
um hljóðum. Þú verður að skrifa mér fljótt,
mér þykir svo gott að fá bréf, sérstaklega
frá þér. Viltu það?
Já, ég skal skrifa þér, sagði hann.
Fljótt, viltu skrifa mér fljótt? ég get ekki
beðið lengi.
Já, ég skal skrifa þér fljótt, lofaði hann.
Ég skal líka skrifa fljótt, kannski strax í
kvöld, sagði hún.
Hann sagðist kannski gera það líka.
Ég hlakka til að fá bréf frá þér, sagði hún
þá, þú skrifar svo skemmtileg bréf. Af öllum
bréfum sem ég fæ finnst mér þín langbest.
Sömuleiðis, sagði hann.
Þau voru farin að nálgast áfangastaðinn,
og hann var kominn með vind í magann. Hún
reisti sig upp í sætinu og reyndi að koma
andlitinu í stand. Hann hélt það mætti kann-
ski sjá að hún hafði beygt af. „Parting is
such sweet tenderness“, hljómaði alltíeinu
í huga hans.
Svo sást rautt ljósaskilti ota fram stöfun-
um BSÍ.
Á ég að fara bakvið fyrst þið eruð með
svona mikinn farangur? spurði bílstjórinn.
72