Mímir - 01.06.1981, Page 75

Mímir - 01.06.1981, Page 75
Ja, hvort er betra, nú þekki ég ekkert til hérna, sagði hann og teygði £ram álkuna. Já, ég fer þá bara bakvið, sagði bílstjórinn. Svo var bíllinn stopp, og þau voru komin. Eg skal borga, sagði hann og tók upp veskið. Nei, það er allt í lagi, ég get alveg borgað þetta sjálf, sagði hún. Þér veitir ekki af peningunum, sagði hann, ég á meira af peningum en þú. Jæja, þakka þér fyrir, sagði hún. Svo borgaði hann. Meðan þau voru að lesa hafurtaskið útúr bílnum, og sveljan stóð í fangið svo þau fengu gæsahúð og sultardropa, þá fór hann að hugsa hve mótsagnakennt það væri að stundum yrði maður glaður að komast í á- fangastað, en stundum vildi maður afturá- móti ekkert með slíka staði hafa og bæði þá aldrei þrífast. Hér var hann á Umferðarmið- stöðinni og hafði allan tímann verið að vona að þau mundu aldrei komast þangað. Það var hátt til lofts og vítt til veggja og mikið bergmál. Þau voru tímanlega í því og fengu sér sæti á bekk nálægt dyrunum svo þau gætu haft auga með hafurtaskinu. Þau sátu í stirfinni þögn. Hann langaði til að segja eitthvað við hana, eitthvað fallegt, en datt ekkert í hug. Þau voru tvær persónur að því komnar að skilja, og hann gat ómögulega fundið neitt nógu gott til að segja á svo örlagaríkri stund. Svo hjó hún á hnútinn einfaldlega með því að stinga hendinni í lófa hans. Henni var kalt og hann tók hina smáu hönd hennar og nuddaði hana millum lófa sér. Svaka er þér alltaf kalt, sagði hann. Það er einhver hrollur í mér, sagði hún og færði sig nær honum. Hún var íklædd svartri úlpu og þykkri grárri lopapeysu innar, sjal um axlir. Hann fór að hugsa með sér að líklega væri hún dálítil kuldakreista, virtist samgróin þessum flíkum að vetrinum. Hann hafði ekki hugsað útí þetta fyrr. En fyrst hann var farinn að hugsa um föt hennar gat hann ekki annað en minnst þess að hún var ekki alltaf svona dúð- uð. Ekki á nóttunni. Það var reyndar örstutt síðan hann hafði fundið heit brjóst hennar á berum sér. Nú var það aðeins hönd henn- ar sem hvíldi í lófum hans, svo köld og smá, og hann var kominn með vindsveip í magann. Nú var hún farin að hafa áhyggjur af til- högun ferðarinnar, svo hann fór í upplýsing- arnar og spurðist fyrir. Jú, rútan mundi verða fyrir utan rétt strax og þá gætu þau sett far- angurinn um borð. Annars yrði það sennilega tilkynnt í hátalarakerfinu. Hún gæti ekki misst af rútunni, þyrfti alls engar áhyggjur að hafa, þetta gengi allt einsog í sögu. Hún sagði þá að það væri gott að hafa hann hjá sér, þá væri hún miklu öruggari. Hvað hún væri honum þakklát fyrir að koma. Hann sagði það væri sjálfsagður hlutur. Það var töluverður umgangur á stöðinni, fólk kom og fór, kvaddist og heilsaðist, — sumir með tilþrifum, aðrir einsog að súpa vatn, allt eftir umfangi kærleikans. Menn komu innum aðrar dyrnar og hurfu útum hinar, nema kannski þeir sem voru að fylgja einsog hann. Þetta minnti hann á líkfylgd, hvernig sem á því stóð. Ætli þessir séu að fara í skólann? spurði hún og benti í áttina að tveimur subbuköll- um. Ómögulegt að segja, sagði htinn og skildi setninguna eftir í lausu lofti. Hafði ætlað að segja að það væri ómögulegt að vita hvers konar fólk leitaði þangað uppeftir, en hætti við af ótta við að styggja hana. I staðinn sagði hann: Það kemur í ljós á eftir. Það var auðséð að nemendum á leið til dvalar á heimavistarskóla fór fjölgandi á stöð- inni, — það voru þeir sem klöngruðust með stykkjavís af koffortum og kössum. Sumir þekktust greinilega og tóku hús hver á öðr- um, svo ekki varð betur séð en þeim þætti gaman að hittast á ný. Aðrir sátu gneyptir innanum föggur sínar og höfðu engan til að 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.