Mímir - 01.06.1981, Page 78
Semdafærsla hans fékk einkunnina „söguleg
falsrök“ auk þess sem hann var sakaður um
„ofmat á kirkjubókum“ (JónÓlafsson 1979).
I stuttu máli sagt er frásögn Brynjúlfs sett
skör hærra en samtímaheimildir. Hún er
áreiðanleg, en smávægilegar villur sem þar
finnast eru fremur taldar stafa af röngum
samtímaheimildum en ónákvæmni höfundar
eða ónógri sannleiksást hans.
II. SAGAN OG HEIMILDIRNAR.
Miðpunktur Sögunnar af Þuríði formanni
og Kambsránsmönnum er rán það sem fram-
ið var í Kambi í Flóa aðfaranótt 9. febrúar
1827. Hún hefst þó á ævisögu Þuríðar for-
manns sem sagan segir að átt hafi drjúgan
þátt í að upplýsa glæpinn. Síðan er vikið að
uppruna og æviferli ræningjanna, og víða
komið við eins og í ævisögu Þuríðar. Þar
næst er vikið að aðdraganda, framkvæmd og
eftirmálum ránsins, og í lokin er sagt frá af-
drifum sakamannanna og margra annarra er
við söguna koma. Að eigin sögn byggir
Brynjúlfur sögu sína á samtímaheimildum
svo langt sem þær ná. Við efni þeirra segist
hann síðan auka frásögnum fróðra og ábyggi-
legra manna og almennra munnmæla. Sagan
á því að vera rituð eftir „bestu heimildum“,
og Brynjúlfi er greinilega mjög annt um að
henni sé trúað.
Nú er það svo að manntöl, kirkjubækur
og aðrar „traustar11 heimildir, s. s. réttarskjöl,
ná að sjálfsögðu skammt fyrir sagnaritara á
borð við Brynjúlf og gera sjaldnast betur en
að mynda grind frásagnarinnar. Til að fylla
í eyðurnar leitar hann því á önnur mið.
Sannleiksgildi frásagnarinnar veltur því á
eðli heimildanna og varðveislu, svo og á úr-
vinnslu höfundarins sjálfs. Þá má hafa það
í huga að meginatburðir sögunnar, ránið og
tilheyrandi málarekstur, eiga sér stað í kring-
um 1830 (ránið 1827, forsprakkinn háls-
höggvinn 1834), en sagan sjálf spannar mun
lengra tímabil. Þuríður formaður, helsti
heimildarmaður höfundar, er t. d. fædd 1777
og segir frá ýmsu er gerst hafði fyrir og um
aldamótin 1800. í lok sögunnar er síðan
greint frá láti hennar 1863, þannig að meg-
inhluti sögunnar nær yfir a. m. k. 6 áratugi.
Tíminn frá því atburðir gerast og þar til
sagan kemur út er því frá 30 árum og uppí 90.
I fljótu bragði verður ekki betur séð en
Guðni Jónsson hafi borið söguna skilmerki-
lega saman við samtímaheimildir. Hins vegar
er ljóst að skekkjur þær sem hann finnur
varða einkum ævi Þuríðar og sögu heima-
héraðs hennar. Ályktun Guðna er síðan sú
að „æskilegt hefði verið, að höfundurinn
hefði leitað til fleiri samtíma heimilda en
hann hefur gert“ (Brynjúlfur Jónsson 1975:
VIII). Ekkert virðist því athugavert við úr-
vinnslu höfundarins þar sem á annað borð
liggja samtímaheimildir til grundvallar. Þess
ber þó að gæta að oftast er erfitt að sjá hve-
nær Brynjúlfur notar slíkar heimildir og hve-
nær ekki. Einna öruggast mun þó vera að
„traustar“ heimildir liggi að baki ránskaflan-
um og yfirleitt því sem fram kom fyrir rétt-
inum. Brynjúlfur segir nefnilega1):
Rjettarbækur Árnessýslu frá þeim árum skýra frá
rannsókn málsins; þar er allt sagt, sem fram kom
fyrir rjettinum, og það víðast hvar mjög greini-
lega. Á þeim er sagan byggð, það sem þær ná,
og aðrar heimildir bornar þar saman við. Bar
jafnan saman að mestu, en það er ávallt tekið,
er framar greinir. (285)
Ekki þarf glöggan mann til að sjá að nákvæm-
ar réttarheimildir eiga sinn þátt í þessum
hluta sögunnar. Þar úir nefnilega og grúir
af smásmugulegum upplýsingum úr vitna-
leiðslum og réttarhöldum. Þessi þurri og hlut-
lægi fróðleikur er síðan kryddaður með öllu
huglægara efni sem greinilega er að miklu
leyti frá Þuríði komið. T.d. er þar að finna
spaklegar ræður hennar við sýslumann og
sakborninga, orð fyrir orð og iðulega undir
fjögur augu. Þetta augljósa samsull gefur
þannig ákveðnar vísbendingar um vinnuað-
76