Mímir - 01.06.1981, Síða 79

Mímir - 01.06.1981, Síða 79
ferð höfundar. Lýsingin á ráninu sjálfu er allsérstæð í sögunni og minnir á spennusög- ur nútímans. Fyrst er atburðum lýst frá sjón- arhorni heimafólks, og að því búnu er vikið að rannsókn málsins. Það er ekki fyrr en meðkenningar ræningjanna liggja fyrir að að- dragandi þessara atburða allra er upplýstur. Á öðrum degi frá því Kambsránið var framið (10. febr.) tók sýslumaður Árnes- sýslu skýrslu af heimilisfólki þar á bæ. Hirti bónda og vinnukonum hans tveimur bar sam- an um að gert hefði verið húsbrot þar að- faranótt 9. febrúar, þau gripin allsber í rúm- unum og bundin. Síðan hefðu ræningjar látið greipar sópa um hýbýli þeirra. Eftir að þeir voru horfnir á brott hafi Hjörtur náð að skera böndin af fótum sér, en ekki af hönd- unum. Hann hafi fundið aðra vinnukonuna, Guðrúnu, og reynt að losa eittbvað um bönd hennar, en hina hafi hann ekki fundið. Því næst segist hann hafa farið allsber og bund- inn á höndum yfir á nágrannabæinn, Hróars- holt, og kallað þar á glugga. Eftir að Hjörtur var farinn segist Guðrún hafa getað skorið fjötrana af sér, því næst af barni því er Andrés hét og var þarna til heimilis, og loks hafi hún fundið Gróu vinnukonu dysjaða undir ein- hverju drasli og hjálpað henni að losa sig. Guðrún hafi síðan flúið út að Hróarsholti, en Gróa að Grákletti. (Dómabók Árn. V. 14. 126—131). Óþarft er að taka það fram að eftir að ræningjarnir eru farnir frá Kambi eru aðeins fjórar manneskjur til frásagnar um atburði bar, þrjár uppkomnar og eitt fimm ára barn. Tíminn er einnig ákjósanlegur fyrir sann- leiksgildið þar sem aðeins eru liðin þrjú dæg- ur frá því atburðir áttu sér stað, enda var þessum framburði í engu haggað fvrir réttin- um. Það hindrar þó ekki Brynjúlf í að leita á önnur mið. í frásögn hans eru atriði sem vmist orka tvímælis eða eru sannanlega röng. Og það sem meira er; lýsingin á þessum at- burðum öllum stefnir gjörvöll í þá átt að gera Hjört bónda í Kambi að algjöru viðundri. Samkvæmt frásögn Brynjúlfs verður hann svo hræddur við komu ræningjanna að hon- um liggur við yfirliði. Loks þegar hann rank- ar við sér nær hann í hníf, sker handaböndin af hinum fimm ára gamla Andrési, segir barninu síðan að skera fótaböndin af sér en láta handaböndin vera. Þannig er látið að bví liggia að bóndi hafi komið að Hróars- holti með hendur bundnar vegna þess að hann hafi verið svo áfjáður í að ná í skottið á ræningjunum. I frásögninni er því tak- markaður sannleikskjarni, en smærri atriði eru afbökuð. Annað merkilegt atriði í frásögn Brvnj- úlfs á atburðum í Kambi er hið stóra hlut- verk snáðans Andrésar. Hann á t.d. að hafa skorið fótaböndin af Hirti og báðum vinnu- konunum. Ef satt er má merkilegt heita að enginn skuli minnast slíkra atriða fyrr en að mörgum áratugum liðnum. Hinn 10. febrúar 1827 leikur nefnilega enginn vafi á því að það var Hjörtur sjálfur sem skar af sér fóta- böndin, og það var Guðrún vinnukona sem leysti þau Andrés og Gróu. Þetta atriði virð- ist raunar ekki mikils virði, en gæti þó verið eitt besta dæmið um heimildamat höfundar. Þó Andrés sé ekki talinn til heimildarmanna gefa eftirfarandi orð ákveðna vísbendingu um hlut hans í þessari þjóðsögu: Andrjes var einn eftir í Kambi og sat í myrkrinu þar til menn komu — því ljósið var dautt, — og sagði hann svo síðar, að þá er hann var orð- inn einn eftir, hefði hann orðið hræddari, en á meðan ræningjarnir voru inni. Hann var greind- ur vel, og mundi þenna atburð gjörla meðan hann lifði. ' ‘ (137) Að vísu er ekki þar með sagt að kryddið í þessum hluta sögunnar sé beinlínis frá Andrési komið. Hitt er einmitt öllu líklegra að hér sé um almenn munnmæli að ræða, og Andrés þá verið borinn fyrir sögunni. Hann hefur vafalaust orðið frægur fyrir að tengjast þessu máli, og væntanlega þótt fengur í að hlýða á frásagnir hans, herma þær og jafn- framt þótt nauðsynlegt að bera hann fyrir 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.