Mímir - 01.06.1981, Síða 81

Mímir - 01.06.1981, Síða 81
engin keðja sterkari en veikasti hlekkur- inn. I dómsforsendum Landsyfirréttarins er þungur ásökunartónn. Ræningjarnir eru út- málaðir sem hinir verstu glæpamenn er gera aðför að saklausu fólki um hánótt er það sefur svefni hinna réttlátu, rígbinda það, láta greipar sópa um eigur þess og hýbýli, hóta fólkinu limlestingum eða lífláti, og hafa loks á orði að brenna það inni ósjálfbjarga til að síður komist upp um þá. Yfir frásögn Brynj- úlfs er blærinn allur annar. Glæpurinn fær ,,hlutlausa“ umfjöllun jafnframt því sem fórnarlambið er haft að háði og spotti. Nú kann auðvitað vel að vera að Hjörtur hafi í raun og veru þótt spaugilegur. Það breytir hins vegar engu um það að í lýsingu sögunn- ar á ráninu nýtur hann ekki sannmælis. Það gera ræningjarnir á hinn bóginn. Munnmæli eru í eðli sínu ótraustar heim- ildir. I tímans rás taka þau sífellt á sig breytta mynd, m. a. vegna kröfu áheyrandans hverju sinni um áhugaverða frásögn. Engum finnst t.d. púður í „flatneskjulegri“ frásögn í sam- anburði við „dramatíska“. Sagnamenn hafa því tilhneigingu til að draga það fram í frá- sögninni sem áhrifamest er, oft á kostnað sannleiksgildisins. Áhrifagildið situr í fyrir- rúmi. Ófá dæmi hafa t.d. verið tínd til um hetjugervingu manna sem í raun réttri voru engar hetjur, jafnvel þvert á móti, en lentu í einhverjum þeim kringumstæðum sem ork- uðu hvetjandi á munnmælin. Mannvíg og aðrar ,,hetjudáðir“ verða oft kveikja slíkrar hetjugervingar, sem síðan „gengur til baka“ á þann hátt að fyrri gerðir viðkomandi hetju eru fegraðar ekki síður en þær sem á eftir koma. Sögnum er greina frá raunverulegum at- burðum og persónum, og gera þar af leiðandi kröfu um að þeim sé trúað, er oft skipt í tvo flokka2). Annars vegar eru þær sem hægt er að sannprófa með samanburði við skjalfestar samtímaheimildir eða með upp- grefti fornminja svo dæmi séu tekin. Hins vegar eru sagnir sem ekki er hægt að sann- reyna. Ef Brynjúlfur væri trúr yfirlýstri vinnuaðferð sinni ætti ekki að vera mögu- legt að hrekja frásögn hans af Kambsráninu með samanburði við gögn réttarins, því þessi sömu gögn segist hann leggja til grundvallar svo langt sem þau nái. Sagnaefnið ætti því eingöngu að falla undir síðari liðinn í þessu tilfelli. Af framansögðu tel ég hins vegar augljóst að þessu sé ekki þannig varið. í lýsingu sinni á ráninu gengur hann í ber- högg við hinar skjalfestu heimildir þó í smáu sé, „gerist skáld þjóðsögunnar“. Ef við segj- um nú að hneigð frásagnarinnar sé að draga úr þunga glæpsins með því að sverta þol- andann og gera hann hlægilegan, þá hljóta orsakir hennar fyrst og fremst að liggja í eðli munnmælanna, og þá einkum hvað við- kemur mafíuforingjanum sjálfum, Sigurði Gottsveinssyni. Þegar fengist er við megin- efni sögunnar verða samtímaheimildir að tak- mörkuðu liði. Þar verða því að koma til aðrar og yfirborðslegri aðferðir III. SIGURÐAR SAGA GOTTSVEINSSONAR. ]. Lýsing Sigurðar í sög^unni og öðrum heimildum. Sigurði Gottsveinssyni, þeim sem lvst er í sögu Brynjúlfs, svipar um margt til kappa þeirra sem þekktir eru úr Islendingasögun- um. Föður hans svo og flestum bræðrum er lýst sem miklum atgervismönnum, en þó verður Sigurður í munnmælunum þeirra mestur. enda var það mál manna, að ,.Sig- urður hafi borið af öllum bræðrum sínum bæði vöxt, vaxtarlag og fríðleik, afl hreysti, fimleik og alla atgjörvi“ (248). Aðdáunin leynir sér ekki í þessum orðum, sem þó segja t.d. ekkert um útlit hans sem slíkt. Eftirfar- andi lýsing er hins vegar samin af Þórði sýslumanni: 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.