Mímir - 01.06.1981, Síða 92

Mímir - 01.06.1981, Síða 92
ÁTLI V. HARÐARSON: AF HETJUM 1. Þessi ritgerð fjallar um forna kappa hetju- bókmenntanna. Jafnframt því sem fjallað verður nokkuð almennt um hetjubókmennt- ir, verða teknir sérstaklega fyrir þrír kappar; þeir Akkilles Peleifsson eins og hann birtist í Ilionskviðu, Bjólfur (Beowulf sonur Edget- heow) en heimildir um hann er að finna í Bjólfskviðu, og Sigurður Fáfnisbani Sig- mundsson Völsungssonar1), en heimildir um hann eru einkum sóttar í Eddukvæði“) og Völsungasögu, en auk þess er stuðst við aðr- ar heimildir þar sem Sigurður kemur fyrir, svo sem Niebelungenlied og Þiðriks sögu af Bern. Fyrst verður fjallað nokkuð almennt um hetjubókmenntir (2. kafli). I öðru lagi verður gerð tilraun til að greina á milli tvenns konar hetja, „bjartra“ og ,,dimmra“, og átta sig á, í hverju mismunur þeirra er fólginn með því að taka dæmi af þeim þremenningum, þar sem Bjólfur er „dimm hetja“ en Sigurður og Akkilles „bjartar hetjur“ (3. kafli). í þriðja lagi verða tekin sarnan nokkur almenn atriði um æviferil kappanna og færð rök að því, að hetjusagan sé að nokkru upprunnin í goð- sögum (4. kafli). I fjórða lagi verður reynt að skýra ýmislegt í fari þeirra Sigurðar, Bjólfs og Akkillesar út frá þeim menningarheimi sem þeir eru sprottnir úr, og þá einkum tek- ið mið af trúarbrögðum Grikkja annarsvegar og Ásatrú norrænna manna hinsvegar (5. kafli). Að síðustu verður aftur fjallað nokk- uð almennt um hetjubókmenntir (6. kafli) en nú af nokkuð öðrum sjónarhóli en gert var í 2. kafla. 2. Heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein sagði einhverntíma, að líkja mætti leikjum (skák, fótbolta, bíla- og byssuleik o. s. frv.) við fjölskyldu (Philosophische Untersuchung- en §67), þeir hefðu ekkert sameiginlegt ein- kenni sem aðgreindi þá frá öllum öðrum fyr- irbærum, en bæru þó allir sama ættarmótið, rétt eins og meðlimir einnar fjölskyldu þurfa ekki að hafa neitt ákveðið einkenni sameig- inlegt þótt svipur sé með þeim. Eitthvað svipað á við um kappa hetjubókmenntanna, þeir virðast allir tilheyra sömu fjölskyldu. Og þótt ekki sé hægt að skilgreina hetju út frá neinum ákveðnum afmörkuðum einkennum er sterkur svipur með þeim flestum. I þess- ari ritgerð verður m.a. reynt að lýsa nokkr- um einkennum þessarar fjölskyldu, þótt fæst þeirra, ef nokkur, eigi við um alla meðlimi hennar, og mörg þeirra megi finna utan fjöl- skyldunnar. Hetjur eru ekki menn af þessum heimi, heldur eru þær af heimi bókmenntanna og goðsögunnar, þótt oft kunni að vera sann- sögulegur kjarni að baki hetjusögunum, þess- vegna lýtur tilvera þeirra engum venjulegum náttúrulögmálum, heldur lögmálum frásagn- arlistarinnar. Til þess að kynnast hetjunum 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.