Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 92
ÁTLI V. HARÐARSON:
AF HETJUM
1.
Þessi ritgerð fjallar um forna kappa hetju-
bókmenntanna. Jafnframt því sem fjallað
verður nokkuð almennt um hetjubókmennt-
ir, verða teknir sérstaklega fyrir þrír kappar;
þeir Akkilles Peleifsson eins og hann birtist
í Ilionskviðu, Bjólfur (Beowulf sonur Edget-
heow) en heimildir um hann er að finna í
Bjólfskviðu, og Sigurður Fáfnisbani Sig-
mundsson Völsungssonar1), en heimildir um
hann eru einkum sóttar í Eddukvæði“) og
Völsungasögu, en auk þess er stuðst við aðr-
ar heimildir þar sem Sigurður kemur fyrir,
svo sem Niebelungenlied og Þiðriks sögu af
Bern.
Fyrst verður fjallað nokkuð almennt um
hetjubókmenntir (2. kafli). I öðru lagi verður
gerð tilraun til að greina á milli tvenns konar
hetja, „bjartra“ og ,,dimmra“, og átta sig á,
í hverju mismunur þeirra er fólginn með því
að taka dæmi af þeim þremenningum, þar
sem Bjólfur er „dimm hetja“ en Sigurður og
Akkilles „bjartar hetjur“ (3. kafli). í þriðja
lagi verða tekin sarnan nokkur almenn atriði
um æviferil kappanna og færð rök að því,
að hetjusagan sé að nokkru upprunnin í goð-
sögum (4. kafli). I fjórða lagi verður reynt
að skýra ýmislegt í fari þeirra Sigurðar, Bjólfs
og Akkillesar út frá þeim menningarheimi
sem þeir eru sprottnir úr, og þá einkum tek-
ið mið af trúarbrögðum Grikkja annarsvegar
og Ásatrú norrænna manna hinsvegar (5.
kafli). Að síðustu verður aftur fjallað nokk-
uð almennt um hetjubókmenntir (6. kafli)
en nú af nokkuð öðrum sjónarhóli en gert var
í 2. kafla.
2.
Heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein
sagði einhverntíma, að líkja mætti leikjum
(skák, fótbolta, bíla- og byssuleik o. s. frv.)
við fjölskyldu (Philosophische Untersuchung-
en §67), þeir hefðu ekkert sameiginlegt ein-
kenni sem aðgreindi þá frá öllum öðrum fyr-
irbærum, en bæru þó allir sama ættarmótið,
rétt eins og meðlimir einnar fjölskyldu þurfa
ekki að hafa neitt ákveðið einkenni sameig-
inlegt þótt svipur sé með þeim. Eitthvað
svipað á við um kappa hetjubókmenntanna,
þeir virðast allir tilheyra sömu fjölskyldu. Og
þótt ekki sé hægt að skilgreina hetju út frá
neinum ákveðnum afmörkuðum einkennum
er sterkur svipur með þeim flestum. I þess-
ari ritgerð verður m.a. reynt að lýsa nokkr-
um einkennum þessarar fjölskyldu, þótt fæst
þeirra, ef nokkur, eigi við um alla meðlimi
hennar, og mörg þeirra megi finna utan fjöl-
skyldunnar.
Hetjur eru ekki menn af þessum heimi,
heldur eru þær af heimi bókmenntanna og
goðsögunnar, þótt oft kunni að vera sann-
sögulegur kjarni að baki hetjusögunum, þess-
vegna lýtur tilvera þeirra engum venjulegum
náttúrulögmálum, heldur lögmálum frásagn-
arlistarinnar. Til þess að kynnast hetjunum
90