Mímir - 01.06.1981, Síða 103
GÍSLI SKÚLASON, KNÚTUR HAFSTEINSSON, ÞÓRIR ÓSKARSSON
UM ATÓMSKÁLDIN GÓÐU
Út er komin bókin Atómskáldin. Aðdrag-
andi og upphaf módernisma í íslenskri
Ijóðagerð. I upphafi bókar sinnar setur höf-
undur sér það markmið að greina frá ,,helstu
nýjungum og breytingum sem verða í ís-
lenskri ljóðagerð á þessari öld“. Jafnframt
þessu ætlar hann sér að „rjúfa þá hugtaka-
þoku sem jafnan hefur umlukt módernism-
ann og landvinninga hans í íslenskri ljóða-
gerð“. En skoðum þetta örlítið nánar.
Það er Ijóst að hugtakið „módernismi“ er
á margan hátt ákaflega misheppnað. Sumir
láta það ná yfir hvað sem er, aðrir takmarka
það við eigin kreddur. Orðið felur það einnig
í sér að um einhverja stefnu eða skóla sé að
ræða (sbr. natúralismi), en það er rangt. í
nútímabókmenntum eru margar og ólíkar
stefnur sem allar eiga það þó sameiginlegt að
vera eins konar andsvar gegn nútímaveru-
leikanum, hinu tæknivædda stórborgarsam-
félagi. Sumir sökkva sér niður í Freud, fletta
tarotspilum, skoða jafnvel skáldskapinn sem
trúarathöfn sem einungis innvígðir hafi að-
gang að; aðrir fara að dæmi Egils og þeysa
spýju sinni framan í náungann, takmarkið er
að hneyksla, brjóta niður.
I upphafsköflum bókar sinnar reynir Ey-
steinn í örstuttu máli að gera grein fyrir skiln-
ingi sínum á módernismahugtakinu. Því mið-
ur er umfjöllun hans oft og tíðum æði rugl-
ingskennd, og lesandinn hefur varla við að
reyna að sætta hinar ýmsu mótsagnir. Ey-
steinn segir: „Menn geta álitið listaverk mód-
ernt á þann hátt að það brjóti í bág við ríkj-
andi listvenjur og fastmótaðan skilning vegna
þess að það hefur til að bera eigindir módern-
isma“ (16). Þannig segir Eysteinn það elcki
ólíklegt að Eddukvæði eða hin fornu dans-
kvæði „orki módernt á þá sem óralengi hafa
vanist rímhefð“ (16—17). Á þennan hátt
afneitar hann í raun og veru tengslum „mód-
ernismans“ við nútímann, sem hann er sprott-
inn upp úr og ómerkir titil bókar sinnar
Atómskáldin. Aðdragandi og upphaf módern-
isma í íslenskri Ijóðagerð. I honum felst a.
m. k. augljós tímatalsákvörðun.
Mótsagnir sem þessar (því þær eru fleiri)
virðast fyrst og fremst stafa af því hve forma-
lískur skilningur Eysteins er á módernisma-
hugtakinu. Að hans dómi eru þau ljóð mód-
ern sem hafa tvö af eftirfarandi þrem ein-
kennum:
1. Óbundið form.
2. Samþjöppun í máli.
3. Frjálsleg og óheft tengsl myndmáls-
ins.
Þannig er módernisminn skilgreindur sem
andóf gegn hinni gömlu ljóðagerð sem Ey-
stein segir einkennast af rökrænni frásögn,
reglubundinni hrynjandi, reglu í lengd vísu-
orða og erinda, rími og ljóðstöfum ásamt
einföldu myndmáli.
Vissulega er fólginn nokkur sannleikur í
þessu, en þetta segir einungis hálfa söguna,
tekur aðeins til braghreytingarinnar, en segir
ekkert um það hvort ljóðin beri vitni um
nýja heimsmynd og breytt hlutverk skáld-
101