Mímir - 01.06.1998, Side 5

Mímir - 01.06.1998, Side 5
Nokkur orð frá ritnefnd Loksins, loksins er Mímir kominn út! Spurningar um eigin uppruna leita líklega á alla einhvern tímann á lífsleiðinni og geta þær spurningar birst í ýmsum myndum. Við leitum t.a.m. svara við sköpun heimsins og uppruna mannkynsins, uppruna ættar okkar o.s.frv. En hver er uppruni ís- lensku þjóðar- innar og hvað er það sem gerir okk- ur að þjóð? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. En þó er víst að þjóðtunga okkar, íslenskan, og hinn dýrmæti bók- menntaarfur sem forfeður okkar skildu eftir sig tengja okkur sterkum böndum. Mímir, blað félags stúdenta í íslenskum fræðum, er nú að koma út í 46. sinn. í blaðinu eru birtar greinar, eftir nemendur og kennara í íslensku við Háskóla íslands, um íslenskt mál og bókmenntir. Þessar greinar fela í sér margskonar vangaveltur um íslenska tungu og bókmenntir sem er bæði áhugavert og skemmtilegt að skoða. Það er von ritnefndar að allir fínni eitthvað við sitt hæfi í blaðinu og hafi gaman af lestr- inum. Góða skemmtun. Ásgrímur Angantýsson Hrönn Indridadóttir Karen Rut Gísladóttir ATVINN U MIÐ STÖÐ I N www.fs.is Stúdentaheimilinu v/Hringbraut • s. 5 700 888 f. 5 700 890 • atvinna@fs.is

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.