Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 14

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 14
14 Ásgrímur Angantýsson Þorpið í ljóðum Jóns úr Vör 1. Inngangur Þorpið er sínálægt í ljóðum Jóns úr Vör.' Best þekktu og kannski dæmigerðustu ljóðin af því tagi eru úr Þorpinu sem hann sendi frá sér 1946. Minna hefur verið rætt um að skáld- ið hefur í raun alltaf verið að yrkja slík ljóð, enda má finna þess dæmi í langflestum ljóða- bókunum. Jón úr Vör ólst upp í þorpi við sjó og eitt einkenna hans sem skáids er að yrkja mikið um eigin ævi og þá ekki síst bernskuna. Leið til að afmarka efnið væri að segja sem svo að öll minninga- eða æskuljóð hans væru þorpsljóð. Sumt af því er þó ekki beinlínis bundið þorp- inu eða mannlífinu þar. Hér er umhverfið látið ráða skilgreiningunni: Þorpsljóð eru þá þau ljóð sem eru einhvers konar minningar eða myndir frá bernskustöðvum skáldsins, náttúr- unni og mannlífinu þar. Annar kafli er stutt heimildayfirlit um ævi og skáldferil Jóns úr Vör. í þriðja kafla er fjall- að sérstaklega um Þorpið og Jiar er einnig að mestu stuðst við heimildir. Köflunum er ætlað að finna höfundinum og þessu fræga verki hans stað í íslenskum bókmenntum. Fjórði kafli er lausleg greining á nokkrum ljóðum Jiar sem þorpið kernur við sögu og dregnar eru ályktanir út frá þeim um þróunina í gerð þessa skáldskapar. Loks eru tekin saman nokkur meginatriði og komist að niðurstöðu í fimmta kafla. Markmiðið er að fá yfirlit og sæmilega heildstæða rnynd af þessum J^ætti í Ijóðagerð Jóns úrVör. 2. Skáldið Ef ég er skáld, þá minni ég helst á þann fugl, sem ekki getur flogið, nema hann sjái hafið.2 Jón úrVör fæddist 21. janúar 1917 að Vatn- eyri við Patreksfjörð. Foreldrar hans voru Jón Indriðason skósmiður og Jónína Guðrún Jóns- dóttir. Drengurinn var sjöundi í röðinni af alls fjórtán börnum þeirra hjóna. Þegar hann var á þriðja ári og móðir hans gekk með níunda barnið, var hann sendur í vist til Þórðar Guð- bjartssonar verkamanns og Ólínu Guðnánar Jónsdóttur. Þau bjuggu á Geirseyri, sem er innri hluti Jðorpsins, og voru þá ógift. Nokkru síðar giftust þau og fóru að eignast saman börn. Dvölin átti að vera tímabundin en hjón- in höfðu tekið rniklu ástfóstri við snáða svo að hann bjó áfram hjá Jieim. Hann hafði þó einnig samneyti við foreldra sína og systkini í upp- vextinum.3 Kjör íslenskrar alþýðu voru afar bág á árun- um milli stríða. Kauptúnið við Patreksfjörð hafði vitanlega orðið til í kringum sjávarútveg og flestir sem jxir voru áttu afkomu sína algjör- lega undir aflagæftum. Almennt hafði fólk ekki nema brýnustu lífsnauðsynjar og þar var fjölskylda Þórðar Guðbjartssonar síður en svo undantekning.4 Þorpsljóðin eru í raun heild- stæð lýsing á aðstæðum og lífsbaráttu þessa fá- tæka fólks. Þrátt fyrir vanefni braust Jón til mennta og fékk nokkra skólafræðslu. Eftir barna- og ung- lingaskóla á Patreksfirði var hann tvo vetur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.