Mímir - 01.06.1998, Side 15

Mímir - 01.06.1998, Side 15
15 héraðsskóla að Núpi í Dýrafirði, 1933-35. Þá var hann þegar farinn að fást við að yrkja. Haustið eftir hélt hann til höfuðstaðarins og sótti námskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur, las á Alþýðubókasafninu og komst í kynni við ýmsa „andans menn“.Af þeim má nefna Krist- inn E. Andrésson, Jóhannes úr Kötlum, Stein Steinarr og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Einar Bragi lýsir andrúmsloftinu um þær mundir á þessa leið: „Þetta voru róttækir tímar. Kreppan mikla grúfði yfir landinu, aðþrengdir verkamenn í uppreisnarham, byltingar- sinnaðir rithöfundar og menntamenn ailir á bandi alþýðu og farnir að skipuleggja þátttöku sína í byltingu morgundags- ins.“' Fyrsta prentaða ljóð Jóns úr Vör birtist í Rauðum pennum þennan vetur. Það gaf tón- inn um það sem verða skyldi, þótt ekki væri nema nafnið: „Sumardagur í þorpinu við sjó- inn“. í kvæðinu er enginn byltingaræsingur þrátt fyrir „róttæka tíma“. Það er skemmst frá því að segja að Jón úr Vör hefur aldrei verið mjög pólitískur þótt hann hafí vissulega tekið málstað lítilmagnans. Sjálfur gerir hann lítið úr stjórnmálalegum þætti verka sinna og hefur kallað sig „samúðarmann“ í bókmenntum fremur en baráttuskáld.6 í þeim málum, sem og reyndar annars staðar, er honum líklega best lýst sem varfærnum efahyggjumanni. Næstu ellefu árin fékkst Jón við ýmiss kon- ar störf, aflaði sér lífsreynslu í útlöndum og gaf út þrjár ljóðabækur. Fyrstu bókina sendi hann frá sér fyrir jólin 1937; Ég ber að dyrum. Henni var ákaflega vel tekið7 og höfðu surnir orð á hinu nýstárlega yrkisefni og meðferð þess: í þessu kveri segir hann á sinn sérstæða liátt frá þorp- inu sínu, basli þess, amstri og ógæfu, og dregur þar víða upp hreinar myndir og eftirminnilegarj...]8 Sumarið 1938 dvaldist Jón í Svíþjóð, Þýska- landi, Sviss, Frakklandi og Danmörku. Þá kynnt- ist hann að einhverju rnarki nýjum straumum og stefnum í bókmenntum, en þó enn betur á árunum 1944-46 þegar hann var í Svíþjóð við nám og ritstörf' Afrakstur Svíþjóðardvalarinn- ar var þekktasta ljóðabók skáldsins, Þorpið. í millitíðinni ritstýrði hann Útvarpstíðindum ásamt Gunnari M. Magnúss og sendi frá sér Stund milli stríða 1942. Sú bók einkennist af listrænum og formlegum þreifingum ungs skálds og þorpinu bregður fyrir í sumum kvæðanna. Henni var ekki nærri jafnvel tekið og þeirri fyrstu.10 Ritdómur í Helgafelli sló Jón harkalega," en þar segir m.a.: Þótt fimm ár hafi liðið frá útkomu fyrri ljóðabókar hans, sjást þess engin merki, að skáldgáfa hans hafi þroskazt. Þetta æskurím hans er víða lipurt, ýmis kvæði eru þarna dálagleg, en öll eru þau smábrotin [...] Ef Jón ætlar sér að verða skáid, verður hann aö vera framvegis miklu vandlátari við sjálfan sig.12 Þorpið er eina bókin sem hann hefur al- gjörlega helgað æskuminningum og heima- högum; hún er eðli málsins samkvæmt full af þorpskvæðum. Þess vegna verður fjallað sér- staklega um hana í næsta kafla. Eftir heimsstyrjöldina síðari fór Jón úr Vör að koma sér upp heimili og fjölskyldu og síðan hefur hann iðkað skáldskapinn samhliða brauðstritinu. Auk þess að gefa út níu ljóða- bækur frá 1951 hefur hann m.a. starfað við rit- stjórn, bókasafnsmál, sölu fornbóka og útgáfu- mál.13 Hann var einn af stofnendum lestrar- félags í Kópavogi 1953 og aðalhvatamaður í þeirn efnurn. Fram til 1962 hafði hann bóka- vörslu sem aukastarf en eftir það gegndi hann formlega stöðu bæjarbókavarðar til 1977.14 Frá útkomu Þorpsins 1946 er skáldskapur Jóns töluvert rnikill að vöxtum og margt ljóð- anna tengist heimaþorpinu órofa böndum.15 Af þeirn bókum þar sem rnest ber á þorpinu má nefna Með örvalausum boga 1951, Mciur- ildaskóg 1965, Altarisbergið 1978 og Gott er að lifa 1984. í aukinni útgáfu Þorpsins 1956 var þorpsljóðunum úr bókinni Með örvalaus- um boga bætt við og reyndar nokkrum öðrum sem ekki tilheyra „þorpsþemanu“, enda voru þau tekin aftur út í seinni útgáfum. Einnig rná nefna að fyrsti hluti bókarinnar sem Jón sendi

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.