Mímir - 01.06.1998, Side 18

Mímir - 01.06.1998, Side 18
18 Maðurinn má sín einskis gagnvart náttúru- öflunum og máttur jarðarinnar er jafnvel guð- legur. Afstaða svipuð þessu birtist t.a.m. í kvæðunum „Til hvers ert þú fæddur?“ „Vor- hugsun" og „Lítil skel“36. En maðurinn á sér at- hvarf í draumum og það getur komið sér vel þegar veruleikinn er að sliga hann. Þetta má sjá í „Bernskudraumi“:37 Dagarnir eru eins og þungir hlekkir, hver nótt er hlaðin ótta, því byrðar gærdagsins höfum við borið inn í svefninn og vöknum jafnþreyttir að morgni. En draum dreymdi mig dag fyrir lítið. Stór þótti mér ég vera og sterkur nóg [...] Það krælir á stuðlun og athyglivert er að upphafið á öðru erindinu minnir á Ijóðahátt eddukvæða; sá búningur hæfir draumnum vel. Kannski má greina ákveðna afstöðu í ætt við existensíalismann:38 Ég bar þyngri bagga en aðrir, léttilega varpaði ég þeim af mér á leiðarenda og þurrkaði svitann af enni mér á hrjúfri treyjuerminni, síðan gekk ég teinréttur til baka eftir nýrri byrði [...] 4.2 Nærmyndir úr striti, basli og fátækt Mörg ljóð í Þorpinu lýsa smáum atvikum, daglegu amstri og erfiði sem bregða Ijósi á kröpp kjör og fátækt. „Kolavinna"39 er upprifj- un og lýsing skáldsins á vinnutörn og þar, sem oftar, „ávarpar það sjálft sig“: Fóstri þinn vekur þig. Klukkan er sex, og þú byltir þér í mjúku rúmi. Finnur í gegnum svefninn þyngsli í baki, strengi í lærum. Kolaskipið bíður í myrkri hávetrarins, klambrað af snjó og klaka, en svart. Lesandanum er kippt inn í aðstæðurnar og sleppur vel ef hann ftnnur ekki svolítinn verk- kvíða fara um sig! Síðan fara feðgarnir út í gaddinn, bogra í skipslest, bera poka og ýta vögnum allan daginn; „uns kvöldið bíður upp á hinn skamma nætursvefn". Hið útleitna form ljóðsins, hvunndagsleg málbeiting og e.t.v. notkun fornafns annarrar persónu bíður upp á afar nákvæma og raunverulega upplifun þess sem les; „[...] kolastykkin merja sig inn í bak- vöðvana“. Nálægðin við mannlífið er líka mikil í ljóð- inu „Konur“.40 Þar er einnig áberandi viðhorf hlýju og mannelsku sem einkennir skáldskap Jóns úrVör: Konur, sem bera mjólkurkönnu undir svuntu sinni í hús nágrannans, þegar börn eru veik, konur, sem lauma í rökkrinu nýskotnum fugli eða fiskspyrðu inn um eldhúsgætt vinkvenna sinna ef farið hefur verið á fjörð, konur, sem senda börn sín til að segja: Ekki vænti ég, að þú búir svo vel, að þú getir lánað henni mömmu hálfan bolla af brenndu kaffi, konur sem rífast síðan næsta dag út af hænsnunum eða börnum sínum og sættast á morgun, góðar konur. 4.3 Sár reynsla og tregi Skáldinu tekst oft vel að endurvekja harm og sorgarstemningu þar sem það lýsir átakan- legum atburðum og dauða. Dæmi um þetta eru „Iátill drengur"11 og „Vetrarkvöld“.42 Bæði ljóð- in fjalla um barnsdauða en hvort á sinn hátt. Hið fyrra er útleitið og frásagnarkennt; aðdrag- anda og atvikum er lýst býsna náið. Það er tóm- legt og hljótt eftir jarðsetningu litla drengsins en móðirin lætur ekki bugast: Mamma geymir barnafötin sín í litlum kistli undir höfðagafli hjónarúmsins. Þar eru skórnir hans, hans sem aldrei sleit sólum þeirra. Ég fæ stundum að láta þá standa í lófa mínum.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.