Mímir - 01.06.1998, Side 19

Mímir - 01.06.1998, Side 19
19 Kannski fæðist bráðum nýtt barn til að fara í þau föt, sem þarna liggja. Feiminn horfl ég á móður rnína festa nýja vindinga í gömul kot. Seinna ljóðið er mun knappara og lýsingarnar brotakenndari. En líkingarnar eru snjallar og beiting myndmálsins fáguð: Á kaffenntu brunnhúsþaki rýkur mjöll yfir soltinn hrafn. barnshjarta, klukka í fátæku húsi, hættir að slá [...] Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem horft er á eftir litlu barni: Titrandi höndum heldur örþreytt móðir áfram að sauma fegurstu draumum ný líkklæði. í mörgum ljóðum Jóns gætir einnig dep- urðar og trega þótt ekki sé fjallað um andlát eða svo harmræna atburði. 4.4 Gamall tími og nýr Þegar líða tekur á skáldferil Jóns úr Vör verða þorpið og minningarnar þaðan gjarna óljósari og fjarlægari; tímaafstaðan hefur áhrif á hvernig þorpið birtist í ljóðunum. „Við landsteina"43 og „Það lýsir af fiski“M eru dæmi um ljóð sem tjá fjarlægð við æskuna. Líkinga- og myndmál er sótt í þorpið og ríki sjávarins; hafíð virðist t.d. vera tákn tímans og ævinnar. Hið fyrra er svona: Hve undur hægt vaggast bátur þinn við landsteina eigin bernsku. I mjúkum silkispegli, bak við langa ævi, horfist þú í augu við litla stelpu, slegið hár hverfist í leik smárra fiska, í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum inn í laufgrænan skóg. Þorpið er vissulega ekki áberandi en þetta litla, ljúfa atvik glitrar í einhvers konar hafsjó ævidaganna. Myndirnar renna saman og úr verða óvænt tengsl, allt að því súrrealísk; hárið verður að fiskum sem verða að fuglum. Og það er gull og silki, sól og laufgrænn skógur. Ljóðið er sem sagt hástemmt og býsna rómantískt. í síðara ljóðinu reynir skáldið að kalla fram minningar frá horfinni tíð: Það lýsir af fiski langt niðri í djúpinu. Geislar hádegissólar þrengja sér æ lengra lengra niður í myrkrið. Glaðvakandi auga hins óreynda í óvissu, heit þófta, borðstokkur, goggur til reiðu. Æskudagar ... langt, Iangt langt niðri í djúpinu. Nú færist yflr mig elli í framandi landi spurninganna. [...] Minningunni er líkt við fisk á hafsbotni sem birtu stafar af. Með hjálp sólarljóssins nær að glitta í óljósa mynd af sjóferð, e.t.v. fyrstu reynslu skáklsins á sjó. Upphafsljóð Altarisbergsins, „Ferðin heinf',45 lýsir komu gamals skálds á æskustöðv- arnar: [•••] En hvað er nú þetta. Getur verið að fjaran, með hnullungana sína mótaða af meistarahöndum brimsins, sé horfin? Og hvar eru steinarnir örsmáu, sem glitruðu bláir gulir og grænir eins og sörvi í festi? Ég skyggi hönd fyrir augu, gái og skima, geng upp stígana, - gamall maður með staf.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.