Mímir - 01.06.1998, Síða 20
20
Maðurinn er breyttur og heimabyggðin er
breytt. Ásýnd þorpsins er allt önnur en áður.
Að lokum er ljóð úr Gott er aö lifa, síðustu
bók Jóns úr Vör; „Hið liðnaV6 Nú ber svo við
að ekki tekst að framkalla myndir úr „minnis-
filmunni":
Sársaukinn
er horfinn
og ég man ekki
hvernig hann var.
Ég man það var sárt.
Víst var það sárt.
Ekki lengur.
Nú
get ég ekki munað
hverju ég er
búinn að gleyma.
Orðfærið er látlaust, framsetningin skýr og
hnituð. Það er yfirvegun, kyrrð og sátt í ljóð-
inu. Nú er sársauki erfiðis, sorgar og fátæktar
algjörlega horfinn. Þegar annar póllinn í and-
stæðum þorpsins hefur Jourrkast út getur ekki
verið mikið eftir af hinum. Þar með er varla
Jiorp lengur.
5- Niðurstöður
Jón úr Vör ólst upp í kreppu og fátækt á
Patreksfirði snemrna á öldinni. Langjrckktasta
verk hans, Þorpið, fjallar einvörðungu um
æskuárin Jiar. Frægð þeirrar bókar má rekja til
formlegra nýjunga og nýstárlegs yrkisefnis en
samt sem áður eru ræturnar í íslenskri frásagn-
arhefð rammar. Þrátt fyrir að Jón kæmi fram á
róttækum tímum og módernismi væri að ryðja
sér rúrns í íslenskri ljóðagerð ber hvorki rnikið
á pólitískum hita né byltingarkenndum hug-
myndum í skáldskap hans. Hins vegar yrkir
hann stöðugt um þorpið og skapar sér e.t.v.
fyrst og fremst sérstöðu fyrir þau ljóð.
Framan af eru þorpsljóðin raunsæislegar
svipmyndir úr náttúru og mannlífi á Patreks-
firði en með árunum verða minningarnar
gjarnan brotakenndari, myndirnar afmarkaðri.
Þorpið kemur smám saman fram á annan hátt
í ljóðunum og máist í vissum skilningi út und-
ir það síðasta. Þó er ekki hægt að tala um að af-
staðan til þorpsins breytist í neinum grundvall-
aratriðum. Fyrstu Ijóðin eru breið og ort með
hefðbundnum bragarháttum en öll Ijóðin í
Þorpinu eru óbundin og yfirleitt einnig útleit-
in. Síðan verða þau knappari og hnitaðri með
árunum Jrótt reyndar megi greina nokkra „út-
víkkun“ í ljóðformi síðustu bókarinnar.
Allur Jtorpsskáldskapurinn einkennist af
mannlegu nænii og hlýju.Tónninn er varfærn-
islegur, yfirvegaður og tilgerðarlaus. Þótt ljóðin
séu ort út af persónulegum minningum Jóns
úr Vör hafa þau alltaf víðari skírskotun. Hvers-
dagslegir hlutir og atvik fá aðra og dýpri merk-
ingu og hið einstaka öðlast almennt gildi.
Skáldið lýkur upp myndaalbúmum en á bak
við hverja mynd er saga sem lesandinn getur
fengið hlutdeild í. Meginþemað er sú gamal-
kunna speki að uppruninn setur mark sem
rnaður gengur með alla ævi.
Helstu heimildir og stuðningsrit
Aarseth, Asbj0rn ogAtle Kittang. 1985. Lyriske strukturer.
Innlöring i diktanalyse. 6. opplag. Universitetsforlaget,
Oslo.
Baldur Ragnarsson. 1983. Ljóðlist. Iðunn. Reykjavík.
Bjarni Benediktsson. 1971. Bókmenntagreinar. Einar Bragi
bjó til prentunar. Reykjavík.
Einar Bragi. 1967. Inngangur. 100 kvceði. Reykjavík.
Eysteinn Þorvaldsson. 1980. Atómskáldin. Aðdragandi og
upphaf módernisma í íslenskri ljóðagerð. Hið íslenska
bókmenntafélag, Reykjavík.
Hannes Pétusson og Helgi Sæmundsson. 1973. íslenzkt
skáldatal a-l. Bókaútgáfa Menningarjóðs og Þjóðvina-
félagsins, Reykjavík.
Hugtök og heiti í bókmenntafrœði. 1983.Jakob Benedikts-
son ritstýrði. Mál og menning, Reykjavík.
Ivar Orgland. 1972. Jón úr Vör. Stilt vaker Ijoset. Fonna for-
lag, Oslo.
Jóhann Hjálmarsson. 1971. íslenzk nútímaljóðlist. Almenna
bókafélagið, Reykjavík.
Jón Óskar. 1957.Viðtal við Jón úr Vör. Birtingur. 1.-2. hefti.
Reykjavík.