Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 23

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 23
23 Eva S. Ólafsdóttir Biðin Fólkið er að tínast inn. Þjónarnir taka yfir- hafnirnar og vísa til sætis. Þeir svífa á miili borðanna og virðast hafa einhvern ótrúlegan hæfileika til að finna hvenær þörf er á þeim. Staðurinn er mjög gamaldags. Borðin eru klunnaleg, úr dökkum viði. Stólarnir eru með rósóttum sessum í stíl við dúkana á borðunum. í loftinu eru krómljós með möttu gleri. Mynd- irnar á veggjunum eru allar uppstillingar, af blómum í vasa eða ávöxtum í skál - kyrralífs- myndir - ég skima eftir Sólblómunum - synd, þau færu svo vel hér. Við næsta borð sest par. Konan er í síðum rauðum kjól. Hann er þröngur. Mér verður star- sýnt á þrýstinn barminn. Hún sveiflar síðu hár- inu aftur á bak. Brosir leyndardómsfull. Borð- félagi hennar tekur um hönd hennar. Þau horf- ast í augu. Hann ætlar gjörsamlega að éta hana með augunum. Hún lítur af honum á mig, rétt aðeins. Þjónninn kemur til þeirra. - Má bjóða þér að líta á matseðilinn núna, spyr ung stúlka með flöskubotnagleraugu. Hún horfir á mig eins og hún finni til með mér. Fitlar við matseðilinn og lyftir örmjóum auga- brúnunum spyrjandi. - Nei takk, ég ætla að bíða lengur, svara ég rólegur. Mér verður litið til dyranna. Fjórar eldri konur standa við dyrnar, þær tala hver í kapp við aðra. Þjónarnir taka af þeim yfirhafn- irnar. Svartklæddur maður sest við píanóið. Þægi- leg dinnertónlist fær mig til að slaka á. Ég dreypi á víninu. Lít á flöskuna. Er hálfnaður með hana þó ég hafí tekið mér góðan tíma. Ég halla glasinu, horfi á vínið fara næstum upp að börmunum. Set glasið aftur á borðið. Legg hendurnar fyrir framan mig, glenni sundur svera fingurna. Horfi á hringana á litla fingri og baugfingri.Annar er áberandi stór. Ég er sjálfur ekki áberandi - finnst ég einhvern veginn alltaf falla inn í fjöldann - sker mig aldrei úr. Kannski fer hringurinn mér ekki. Lít upp, sé hvernig tveir þjónar stinga sam- an nefjum og gjóa augunum í áttina til mín. Annar þjónanna er stúlkan með gleraugun. Ætli þeir haldi að hún komi ekki? Nei, þeir eru sjálfsagt vanir því að menn þurfi að bíða eftir kvenfólkinu. Maðurinn við píanóið geiflar sig allan í framan þegar hann spilar.Við gretturnar koma djúpar hrukkur í magurt andlitið. Hann hreyfir sig ýmist til hliðanna eða fram og aftur. Konan í rauða kjólnum er farin að reykja. Hún setur rettuna upp að rauðmáluðum vör- unum og lokar augunum þegar hún sýgur að sér eitrið. Hún opnar augun til hálfs og blæs reyknum til hliðar. Hún kinkar rólega kolli til mannsins á móti sér. Hún krossleggur fæturna og lagar kjólinn, rennir hendinni eftir lærinu, lítur á mig, brosir. Ég finn hvernig mér hitnar í framan, lít undan.Virði fýrir mér konurnar fjór- ar sent sitja nú í horninu. Ein þeirra dillar höfð- inu brosandi með tónlistinni. Matsalurinn er að fyllast. Nú eru bara tvö borð laus. Ég lít til dyranna. Þar er enginn. Ég laga bindið. Bíð. Þjónninn færir konunni í rauða kjólnum og borðfélaga hennar matinn. Maðurinn ræðst á matinn, greinilega mjög svangur. Mér verður hugsað til Hávamála. Konan fer hægar t sakirn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.