Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 24

Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 24
24 ar. Henni liggur ekkert á, hún hefur allan heimsins tíma. Það hef ég líka. Ég helli í glasið. Flaskan er tóm. - Má bjóða þér að líta aftur á vínlistann? Ég hrekk upp úr draumum mínum. í þykku glerinu eru augun á stúlkunni risavaxin. Hvernig ætli sé að sjá hana án gleraugnanna? Skyldi maður þá taka eftir einhverju öðru í fari hennar? Skyldi fólk einungis taka eftir hringn- um mínum þegar það sér mig? Við stúlkan eig- um margt sameiginlegt en hún áttar sig ekki á því, hún er of ung. - Fyrirgefðu, segir stúlkan sem bíður eftir svari. Hún einblínir á mig. - Nei takk, daman mín ætti að fara að korna, svara ég og tromma með fingrunum í borðið. - Ó, segir stúlkan, horfir á stóra hringinn minn og gengur í burtu. Snýr við, kemur til mín aftur, horfir hikandi á mig eins og hún ætli að segja eitthvað við mig. En hættir við og tekur tómu flöskuna. Konan í rauða kjólnum rennir munn- þurrkunni varlega eftir vörunum. Tekur tösk- una sína af stólbakinu og gramsar eitthvað í henni. Maðurinn horfir þegjandi á hana. Hún tekur upp varalit, setur stút á varirnar og renn- ir litnum hægt eftir efri vörinni, síðan neðri. Brosir fallega til mannsins. Hann kinkar kolli. Hún lætur varalitinn aftur í töskuna. Lokar henni varlega. Langar neglurnar eru eldrauðar. Hún verður vör við augnaráð mitt og horfir nú spyrjandi á mig. Ég blikka hana brosandi. Hún lyftir annarri augabrúninni með vanþóknunar- svip. Hún lítur ekki af mér en segir eitthvað við manninn. Hann horfir nú á mig og bendir vísi- fingri að gagnauganu og ranghvolfir augunum. Ég leyfi mér ekki að líta undan. Finnst eins og allir séu mér reiðir - allir séu að horfa á mig - allir séu pirraðir yfir því að ég sé hérna - allir haldi að ég sé ekki bíða eftir neinum. - Það mætti kannski bjóða þér að sitja í koníaksstofunni á meðan þú bíður, spyr gler- augnastúlkan kurteislega. Ég sé að það eru hjón við dyrnar. Ekkert borð er laust og enginn trúir að ég sé að bíða. - Nei takk, svara ég rámur. Stúlkan bítur í vörina og dregur djúpt andann. Snýr frá mér og gengur til hjónanna. Flristir höfuðið afsak- andi og segir eitthvað. Hjónin setja upp von- brigðasvip og fara. Manninum við píanóið er fært glas. Þjónn- inn hvíslar einhverju að honum og bendir út í horn á konurnar fjórar. Ein þeirra, bústin og brosmild kona, veifar prakkaralega. Maðurinn tekur við glasinu og kinkar kolli til hennar. Fær sér sopa. Heldur síðan áfram að spila. Mér finnst ég allt í einu svo áberandi. Ég fell ekki lengur inn í fjöldann.Tónlistin nær ekki til mín - mér finnst ég sitja í algerri þögn - stúlk- an kemur ekki lengur að borðinu mínu. Ætti ég að fara í koníaksstofuna? Nei, þá myndi autt borðið segja allt um veru mína hér. Upphaflega unniö sem verkefni í Frásagnartcekni hjá Niröi P. Njarövík, skólaáriö 1996—1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.