Mímir - 01.06.1998, Page 30
30
Aðalheiöur Þorsteinsdóttir
Frá Hólmsteini til Homma
— myndun gælunafna í íslensku
1. Inngangur
Margir telja gælunöfn og stuttnefni kannski
ekki ýkja merkileg; sakir einfaldleika síns virð-
ast þau „ómerkilegri" en eiginnafnið, en ein-
mitt vegna þess einfaldleika eru þau merkileg.
Forvitnilegt er að velta því fyrir sér hvernig
þau einfaldast og hvaða breytingar aðrar fylgja
einfölduninni. Hér verður leitast við að skoða
gælunöfn í þessu ljósi og reynt að skoða sem
flestar þær breytingar sem komið geta fyrir við
myndun þeirra.1
Aðeins eru skoðuð þau gælunöfn þar sem
hljóðfræðilegur og orðhlutalegur skyldleiki
bendir til að þau séu mynduð af ákveðnu
nafni, en ekki þau sem virðast vera mynduð á
tilviljanakenndan hátt. Sú athugun takmarkast
þó af því hversu lítill hluti af þeim gífurlega
fjölda gælunafna sem hugsanlega er til var til-
tækur og vegna þessa er vafasamt að alhæfa
nokkuð um gerð þeirra, einungis er hægt að
velta fyrir sér möguleikunum og finna tilhneig-
ingar í ákveðna átt. Til að skoða mögulegar
myndanir gælunafna var gerður listi yfir þau
sem stuðst var við í allri umfjöllun og inniheld-
ur hann 393 nöfn, 214 karlmannsnöfn og 179
kvenmannsnöfn.2
1.1 Flokkun gælunafna
Til að myndun hvers gælunafns listans yrði
ljós og til að hægt væri að flokka saman þá
hópa myndana sem hafa sömu einkenni voru
gælunöfnin flokkuð eftir ákveðnum þáttum.
Slík flokkun má hvorki vera of nákvæm þar
sem þá er farið að skilja í sundur þær myndan-
ir sem eiga ýmislegt sameiginlegt, né of óljós
því þá er tilgangi flokkunarinnar ekki þjónað.
Hér var ákveðið að flokka eftir fimm atriðum
sem hafa áhrif á útlit gælunafns og tengsl þess
við eiginnafn.
Gælunöfnin voru flokkuð eftir því af hvaða
hluta nafns þau eru mynduð; hvort þau eru
mynduð af fyrri hluta nafns, síðari hluta nafns
eða mynduð af einkvæðu nafni og síðan var
viðskeyti hvers gælunafns tilgreint. Hvað varð-
ar breytingar á stofni var flokkað eftir þremur
breytingum sem oft verða við myndun gælu-
nafna, þ.e. tvöföldun stofnsamhljóðs (t.d.Ella -
Elírí), samhljóðabreytingu (t.d. Tóta - Þórunrí)
og sérhljóðabreytingu (t.d. Palli - Pált). Við-
skeytin sem koma fýrir í þeirn gælunöfnum
sem eru á listanum og mynduð eru af karl-
mannsnöfnum eru: -bi, -i, -ki, -ó, -si og -ý (-ó og
-ý koma aðeins fyrir í einu nafni hvort og er -ó
endingin líklega tilkomin vegna ó í nafninu
sjálfu Ingó - Ingólfur).
Kvenmannsgælunöfnin á listanum hafa við-
skeytin: -a, -í, -ka, -ó, -sa, -ý (-í sem er afbrigði
af -ý viðskeytinu og -ó endingin korna einung-
is fyrir í einu nafni hvor og við rnyndun Beggó
af Bergrós má gera ráð fyrir að líkt og við
myndun Ingó af Ingólfur sé ekki beinlínis um
viðskeyti að ræða heldur sé sérhljóðinu sem
fyrir er í eiginnafninu haldið í gælunafninu
sem endingu þess).
í ljós kom að meirihluti gælunafnanna eru
mynduð af fyrri hluta eiginnafns (142 af 214
karlmanns- og 127 af 179 kvenmannsgælu-
nöfnum) og algengustu viðskeyti eru -i og -a.