Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 31

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 31
31 Myndun gælunafna af síðari hluta karl- mannsnafna verður með fæstum viðskeytum; einungis -i, -ki og -si koma fyrir; -bi kemur einnig fyrir í myndunum af einkvæðum nöfn- um og í myndunum af fyrri hluta nafns koma þessi viðskeyti ásamt -ý og -ó.Við myndun karl- mannsgælunafna sem mynduð eru með við- skeytinu -i af fyrri hluta nafns verður tvöföld- un í meira en helmingi tilvika (68 nöfnum af 113). Kvenmannsgælunöfn sem mynduð eru af einkvæðum nöfnum eru einungis fjögur og viðskeyti þeirra eru -a og -sa; viðskeyti þeirra sem mynduð eru af síðari hluta nafns eru -a og -ý; en öllu fjölbreyttari er myndun gælunafna af fyrri hluta nafns, viðskeytin eru -a, -ý, -ka, -sa, -ó og -í. Meirihluti þeirra fær þó viðskeytið -a (88 af 127) og líkt og í karlmannsnöfnunum verður tvöföldun í meirihluta gælunafna þeirr- ar gerðar (í 50 nöfnum af 88). 2. Helstu einkenni gælunafna Myndun gælunafna er augljóslega virk og hægt er að sjá ákveðna tilhneigingu til þess að myndunin sé á ákveðinn hátt fremur en annan. Myndunin miðar að því að einfalda viðkom- andi eiginnafn, gera það auðveldara og þjálla í allri notkun, ýmist hljóðfræðilega, beygingar- Iega eða hvort tveggja. Það sést meðal annars á því að íslensk gælunöfn eru yfirleitt auðveld í framburði. í daglegu máli verða oft alls kyns samlagan- ir sem auðvelda framburð á flóknum klösum sem til verða í ýmis konar orðmyndun (af- leiðslum, samsetningum o.þ.h.). í sumum til- fellum er beinlínis óeðlilegt að bera fram öll hljóð ákveðinna klasa en í öðrum verða sam- laganirnar eða brottföllin eingöngu í óskýrum framburði. Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason tala um fímm mállýskubreytur sem e.t.v. mætti kenna við óskýrmæli í grein sem nefnist Um reykvísku (1984). Þessar mállýsku- breytur eru brottfall önghljóða (dagblað - [$a:þla:]), samlögun nefhljóða (innbcer [nnþair]), brottfall atkvæðis (klósettið - [ k loustið]), önghljóðun ncíliljóða (samferða - [savferða]) og brottfall nefliljóða (íslendingar - [i(:)s'ledigar]) (1984:128). Þessar breytingar fela í sér einföldun á þeim klösum sem bornir eru fram, bæði með því að laga hljóð að næsta hljóði hvað myndunarstað varðar og með því að fella niður hljóð og jafnvel atkvæði. Sams konar einföldun er einn þeirra þátta sem til- heyrir myndun gælunafna. Þrátt fyrir viss Iík- indi tengjast þó fleiri breytingar myndun gælu- nafna svo vafasamt er að líkja þessu tvennu of mikið saman. Þegar hluti eiginnafns fellur brott við myndun gælunafns er nokkuð misjafnt hvar klippt er á atkvæði, þ.e.a.s. hvað fylgir með og hvað fellur brott. Þegar gælunafn er myndað af fyrri hluta nafns virðist það samhljóð sem kemur á eftir fyrsta sérhljóði yfirleitt fylgja með (Auði - Auðun, Eyvi - Eyvincliu; Pála - Pálína, Þura - Þuríður, o.s.frv). Þegar um fleiri samhljóð er að ræða virðist myndun gælunafns yfirleitt fylgja myndanaskilum, t.d. Ási - Ás-mundur, Geiri - Geir-mundur, Vala - Val-gerður, en ekki *Ásmi, *Geirmi eða *Valga. Það sama má segja um gælunöfn mynduð af síðari hluta eiginnafns og hefst gælunafn yfírleitt á því hljóði eða þeim hljóða- klasa sem hefst eftir myndanaskil, t.d. Geiri - Ásgeir, Liði - Hafliði, Manni - Hermann, Mundi -Ásmundur, Finna - Guðfinna, Gerða - Ásgerður. Þó eru undantekningar á þeirri reglu í nokkrum nöfnum þar sem síðasta hljóð fyrri hluta eiginnafns og fyrsta hljóð seinni hluta eiginnafns mynda leyfilega samhljóða- klasa. Dæmi um gælunöfn sem mynduð eru án tillits til myndanaskila eru Slauga - Ás-laug, Stjana - Krist-jana, Stína - Krist-ín o.fl. Það er þó langt frá því að slíkt gerist í hvert sinn sem leyfílegir samhljóðaklasar ná yfir myndanaskil, t.d.eru *Ásmi, *Geirmi, *Valga sem innihalda leyfilega samhljóðaklasa ekki notuð sem gælu- nöfn. Beyging og annað útlit gælunafna ræðst að L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.