Mímir - 01.06.1998, Síða 35
35
Öllu líklegra er að hljóð sem auðveld eru í
framburði komi frekar fram í gælunöfnum og
hljóðavíxlin miðist að því að gera gælunafnið
einfaldara. Ef miðað er við barnamál sést að
börnum reynist oft á tíðum erfítt að bera fram
[s] en ekki reynist þeim aftur á móti erfitt að
bera frarn [dj. Breytingin p>t felst líklega líka í
einföldun þar sem t er einfaldara og þjálla í
framburði. í hjali barna, þar sem börn æfa
myndun hljóða og atkvæða, eru lokhljóð, nef-
hljóð og nálgunarhljóð eða hálfsérhljóð ([j] og
[w]) algengust (Minifie 1994:161). Það að öng-
hljóð eru ekki meðal algengustu málhljóða
sem fram koma í hjali barna gefur til kynna að
á einhvern hátt séu annars konar samhljóð
(þar með talin lokhljóð) einfaldari.
Gerð var rannsókn á framburði 200 fjög-
urra og sex ára íslenskra barna árin 1980-1983
og er greint frá niðurstöðum í riti sem kallast
Framburður og myndun fleirtölu hjá 200 ís-
lenskum börnum við fjögra og sex ára aldur
og kom út árið 1986. í rannsókninni var meðal
annars skoðaður framburður stakra samhljóða
í áhersluatkvæðum. Þ var ekki meðal þeirra
önghljóða sem skoðuð voru en s var aftur á
móti athugað og fleiri önghljóð ([v, f, ð, s, j, y,
h]). Öll lokhljóðin voru höfð með í rannsókn-
inni (þ.e. [ph, þ, t\ d, ch, j, kh, &|) og einnig
sveifluhljóðið [r] og hliðarhljóðið [1] (Indriði
Gíslason o.fl. 1986: 34).
Fram kemur að lokhljóðin hafi nokkuð
sterka stöðu í klösum, þau falla sjaldan brott og
verða fyrir litlum breytingum (1986:57) og
kemur það heim og saman við þá hugmynd að
lokhljóðin séu á einhvern hátt einfaldari og
þar af leiðandi sterkari.
í framstöðu var helst að fínna frávik á fram-
burði .v en við sex ára aldur minnka frávikin
verulega (1986:61). í Ijós kom að frávikin í
framburði á/voru ekki mörg en þegar um frá-
vik var að ræða var það helst í framstöðu þar
sem eins konar blísturshljóð (líkt s) kom í stað
þess (1986:59). Spennandi væri að bera saman
frávik í framburði á /við frávik í framburði á p
til að finna hugsanlegar skýringar á því að p
breytist í framstöðu gælunafna en / gerir það
ekki.
4.1.2 Samlaganir
Samhljóðabreytingarnar felast oft á tíðum í
einhvers konar brottföllum og samlögunum.
Sem dæmi má nefna myndun þeirra gælunafna
þar sem rns>ss eins og í Björn-si > Bjössi,
Örn-si > Össi og Björn-si > Bússi. Gælunafnið
Björnsi er reyndar einnig til (á lista Jóns frá
Grunnavík) og er það líklega eklri mynd nafns-
ins sem ekki er notuð í dag, að mínu viti, enda
hefur hún líklega með tímanum fengið þann
framburð sem Bjössi hefur í dag. í Jobbi sem
myndað er af Jón og viðskeytinu -bi 4 verður
einnig samlögun og tvöföldun og annars kon-
ar samlögun verður í Jómbi sem myndað er af
sama eiginnafni og sama viðskeyti þar sem nef-
hljóðið (n) lagar sig að lokhljóðinu (b) hvað
myndunarstað varðar, þ.e. verður tvívaramælt
líkt og b. Kvenmannsnafnið Ingibjörg hefur
gælunafnið Imba sem myndað er á sama hátt
og Jómbi nema þar tilheyrir b ekki viðskeyt-
inu þar sem það er fyrir í eiginnafninu.
4.1.3 Hljóðavíxl innan gælunafns
Samhljóðabreyting getur einnig falist í því
að hljóðum sé víxlað: Katli - Ketill (víxlin eru
í samræmi við beygingu nafnsins, þar sem -tl-
kemur fram í beygingarmynd nafnsins í þgf.
et.) og Mangi - Magnús, þar sem -gn- verður
að -ng-. Ekkert sams konar kvenmannsnafn er
á listanum, en Manga er reynclar sagt myndað
af Margrét og er þá örugglega myndað með
hliðsjón 2ÍMangi.Anxraxs konar stafavíxl koma
fyrir í gælunafninu Nói myndað af Jón,þar sem
röð samhljóðs og sérhljóðs er víxlað ón>nó og
viðskeytinu svo bætt við og það sama á sér
stað í Lóa - Ólafía/Ólöf (ól>ló og viðskeyti
bætt við).
Nonni er annað gælunafn sem myndað er
af Jón og líkt og Nói hefst það á lokahljóði