Mímir - 01.06.1998, Síða 35

Mímir - 01.06.1998, Síða 35
35 Öllu líklegra er að hljóð sem auðveld eru í framburði komi frekar fram í gælunöfnum og hljóðavíxlin miðist að því að gera gælunafnið einfaldara. Ef miðað er við barnamál sést að börnum reynist oft á tíðum erfítt að bera fram [s] en ekki reynist þeim aftur á móti erfitt að bera frarn [dj. Breytingin p>t felst líklega líka í einföldun þar sem t er einfaldara og þjálla í framburði. í hjali barna, þar sem börn æfa myndun hljóða og atkvæða, eru lokhljóð, nef- hljóð og nálgunarhljóð eða hálfsérhljóð ([j] og [w]) algengust (Minifie 1994:161). Það að öng- hljóð eru ekki meðal algengustu málhljóða sem fram koma í hjali barna gefur til kynna að á einhvern hátt séu annars konar samhljóð (þar með talin lokhljóð) einfaldari. Gerð var rannsókn á framburði 200 fjög- urra og sex ára íslenskra barna árin 1980-1983 og er greint frá niðurstöðum í riti sem kallast Framburður og myndun fleirtölu hjá 200 ís- lenskum börnum við fjögra og sex ára aldur og kom út árið 1986. í rannsókninni var meðal annars skoðaður framburður stakra samhljóða í áhersluatkvæðum. Þ var ekki meðal þeirra önghljóða sem skoðuð voru en s var aftur á móti athugað og fleiri önghljóð ([v, f, ð, s, j, y, h]). Öll lokhljóðin voru höfð með í rannsókn- inni (þ.e. [ph, þ, t\ d, ch, j, kh, &|) og einnig sveifluhljóðið [r] og hliðarhljóðið [1] (Indriði Gíslason o.fl. 1986: 34). Fram kemur að lokhljóðin hafi nokkuð sterka stöðu í klösum, þau falla sjaldan brott og verða fyrir litlum breytingum (1986:57) og kemur það heim og saman við þá hugmynd að lokhljóðin séu á einhvern hátt einfaldari og þar af leiðandi sterkari. í framstöðu var helst að fínna frávik á fram- burði .v en við sex ára aldur minnka frávikin verulega (1986:61). í Ijós kom að frávikin í framburði á/voru ekki mörg en þegar um frá- vik var að ræða var það helst í framstöðu þar sem eins konar blísturshljóð (líkt s) kom í stað þess (1986:59). Spennandi væri að bera saman frávik í framburði á /við frávik í framburði á p til að finna hugsanlegar skýringar á því að p breytist í framstöðu gælunafna en / gerir það ekki. 4.1.2 Samlaganir Samhljóðabreytingarnar felast oft á tíðum í einhvers konar brottföllum og samlögunum. Sem dæmi má nefna myndun þeirra gælunafna þar sem rns>ss eins og í Björn-si > Bjössi, Örn-si > Össi og Björn-si > Bússi. Gælunafnið Björnsi er reyndar einnig til (á lista Jóns frá Grunnavík) og er það líklega eklri mynd nafns- ins sem ekki er notuð í dag, að mínu viti, enda hefur hún líklega með tímanum fengið þann framburð sem Bjössi hefur í dag. í Jobbi sem myndað er af Jón og viðskeytinu -bi 4 verður einnig samlögun og tvöföldun og annars kon- ar samlögun verður í Jómbi sem myndað er af sama eiginnafni og sama viðskeyti þar sem nef- hljóðið (n) lagar sig að lokhljóðinu (b) hvað myndunarstað varðar, þ.e. verður tvívaramælt líkt og b. Kvenmannsnafnið Ingibjörg hefur gælunafnið Imba sem myndað er á sama hátt og Jómbi nema þar tilheyrir b ekki viðskeyt- inu þar sem það er fyrir í eiginnafninu. 4.1.3 Hljóðavíxl innan gælunafns Samhljóðabreyting getur einnig falist í því að hljóðum sé víxlað: Katli - Ketill (víxlin eru í samræmi við beygingu nafnsins, þar sem -tl- kemur fram í beygingarmynd nafnsins í þgf. et.) og Mangi - Magnús, þar sem -gn- verður að -ng-. Ekkert sams konar kvenmannsnafn er á listanum, en Manga er reynclar sagt myndað af Margrét og er þá örugglega myndað með hliðsjón 2ÍMangi.Anxraxs konar stafavíxl koma fyrir í gælunafninu Nói myndað af Jón,þar sem röð samhljóðs og sérhljóðs er víxlað ón>nó og viðskeytinu svo bætt við og það sama á sér stað í Lóa - Ólafía/Ólöf (ól>ló og viðskeyti bætt við). Nonni er annað gælunafn sem myndað er af Jón og líkt og Nói hefst það á lokahljóði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.