Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 46

Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 46
46 2. Um sambandið milli kennslufræði greinar og greinarinnar sjálfrar Kennslufræðinámið sem gerð er krafa um í M.Paed.-náminu fer fram á vegum Félagsvís- indadeildar. Þar eru kennd ýmis fræðileg und- irstöðunámskeið sem varða þroska og mennt- un unglinga, nám og skólastarf. Þar sem nám- inu er ætlað að búa menn undir starf í grunn- og framhaldsskólum, er lögð mikil áhersla á að tengja það við starfið úti í skólunum. Þetta hef- ur m.a. verið gert með því að sækja stunda- kennara í hóp starfandi kennara á framhalds- skólastigi, ekki síst í þeirn námskeiðum sem fást við það sem einu nafni er nefnt kennslu- fræði greinar. Þetta er auðvitað mikilvægt og stuðlar áreiðanlega að betra jarðsambandi en ella yrði. En þetta skipulag býður um leið heim annarri hættu. Hún er sú að kennslufræði greinar verði frekar sambandslítil við það nám sem nemendurnir hafa stundað í greininni sjálfri. Þeir vilja auðvitað geta nýtt sér í væntan- legri kennslu þá fræðilegu undirstöðu sem þeir hafa fengið í viðkomandi grein.Til þess að geta leiðbeint nemendum sem best um þetta, þyrftu þeir sem sjá um námskeiðin í kennslu- fræði greinarinnar að þekkja vel til námsins og námsefnisins sem nemendurnir hafa að baki í greininni. Þetta gera þeir auðvitað ef þeir hafa nýlokið þessu námi sjálfir, en þá er aftur á móti ekki víst að þeir geti miðlað af eins mikilli kennslureynslu á viðkomandi skólastigi og æskilegt væri. Ef langt er síðan þessir kennarar luku námi í viðkomandi grein, eru hins vegar minni líkur til að þeir þekki vel til þess fræði- lega undirbúnings sem nemendurnir hafa, því kennsluefni, áherslur og aðferðir taka því bet- ur alltaf talsverðum breytingum í flestum greinum Háskólans. Þarna er Félagsvísinda- deild því í nokkurri klípu þegar hún reynir að velja kennara til að sjá urn kennslufræði greina: Á fyrst og fremst að leggja áherslu á kennslu- reynslu á grunn- og framhaldsskólastigi eða á að reyna að tryggja að þessir kennarar þekki vel til þess fræðilega náms sem nemendurnir hafa að baki og geti því tengt umræðu og verk- efni við það? Mér sýnist að undanfarin ár hafi Félagsvís- indadeild oft valið fyrri kostinn og valið reynslumikla kennara af grunn- og framhalds- skólastigi til að annast kennslufræði greina. Best væri auðvitað ef hægt væri að fínna menn sem sameina þetta tvennt: kennslureynslu á grunn- eða framhaldsskólastigi og þekkingu á hinum fræðilega bakgrunni nemendanna. Það er því betur stundum hægt, m.a. vegna þess að sumir grunnskóla- og framhaldsskólakennarar hafa lagt sig frarn um að fylgjast með því sem frarn fer í Háskólanum, t.d. með því að sækja ráðstefnur og opinbera fyrirlestra eða þá bein- línis með því að taka sér leyfi frá störfum og sækja tíma í Háskólanum. í þeirn tilvikum þar sem þetta gengur ekki, má leysa málið með því að fela tveim eða fleiri kennurum að sjá um þessi námskeið saman. Þá legðu einhverjir til starfsreynsluna og aðrir þekkingu á hinum fræðilega bakgrunni. Þeir síðarnefndu gætu þá annaðhvort verið kennarar sem hefðu tiltölu- lega nýlokið hinu fræðilega námi eða þá bein- línis verið úr hópi háskólakennaranna í grein- inni. Með því móti ætti betur að vera hægt að tryggja nauðsynlegt samband rnilli fræðanna sjálfra á hverjum tíma og aðferðanna til að miðla þeirn í skólum. 3. Um heildstæða móðurmáls- kennslu og kennaranám Það sem ég var að fjalla um í síðasta kafla varðar t.d. námskeiðið 10.03.74 Kennslufræði íslensku. Það er mikilvægt að kennslan á því námskeiði taki eitthvert mið af þeirn fræðilega undirbúningi sem íslenskunemar fá í íslensk- um bókmenntum, málfræði, bókmenntafræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.