Mímir - 01.06.1998, Side 51

Mímir - 01.06.1998, Side 51
51 Ármann Jakobsson Hvenær drepur maður mann? Halldór Laxness og Agatha Christie eða: skvaldur um alvarlega hluti Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.1 Þannig eru viðbrögð Jóns Hreggviðssonar í fslandsklukkunni þegar Arnas Arnæus spyr hann hvort hann hafi drepið mann. Ég nota ekki orðið svör þar sem þessi ræða er þrjár spurningar og tvær andstæðar fullyrðingar. Arnas kallar hana sjálfur „skrýtna þulu.“ Raun- ar minnir hún talsvert á sum af svörum Hall- dórs Laxness sjálfs í viðtölum við ólánsama blaðamenn þar sem hann víkur sér undan því að svara því sem að var spurt og svarar í þess stað einhverju allt öðru. Sem er stundum eigi að síður kjarni málsins. Lát Sigurðar Snorrasonar, kóngsins böðuls, hrindir af stað atburðarás íslandsklukkunnar. Málaferlin um sekt eða sakleysi Jóns Hregg- viðssonar halda áfram söguna á enda en aldrei kemur fram hvort Jón Hreggviðsson drap böðulinn eða ekki. Lát hans er áfram ráðgáta. Það er kunnara en frá þurfi að segja að til siðs er í sakamálasögum, t.d. sögum Agöthu Christie sem skrifaði samtíða Halldóri Laxness, að ekkert sé látið uppi um hver drap hvern fyrr en á seinustu síðunum. Á hinn bóginn krefst formið þess að þá sé gátan ráðin og upp- lýst hver hinn seki er, hvert tilefnið var og hvernig hann fór að. En á síðustu síðum ís- landsklukkunnar er ekkert upplýst um lát böð- ulsins og lesandinn fær aldrei að vita hvort Jón Hreggviðsson hefur drepið mann eða hefur ekki drepið mann. Ástandið er raunar enn verra. Ekki aðeins er óupplýst hvort Jón Hreggviðsson hefur drepið mann. Spurningarnar eru fleiri: Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Það liggur ekki í augum uppi hvort það er til eitthvert einfalt svar við spurningunni um hver drap hvern. Líkja má glæpasögum við krossgátu sem lesandinn á að ráða en í lokin er honum af- hend hin rétta lausn og getur þá dæmt um hversu nálægt henni hans eigin lausnir voru. Þannig á glæpasaga að vera. Meistarar forms- ins, snillingar á borð við Agöthu Christie, virða þetta. Þó að fremstu höfundar glæpasagna teygi sig eins langt og þeir geta til þess að blekkja lesandann er lausn gátunnar í lokin ófrávíkjanleg krafa. Annars er verkið mis- heppnað og merkingarlaust. íslandsklukkan er því í grundvallaratriðum öðruvísi en aðrar skáldsögur um glæp. Lesend- ur hennar fá ekki einvörðungu enga lausn á gátunni um hver drap kóngsins böðul heldur er þeim gefið undir fótinn með að það sé eng- in lausn á þeirri gátu. Peter Hallberg skrifaði einu sinni grein sem heitir „Listin að ljúka sögu“.2 Þar fjallaði hann um hvernig túlka mætti sögulok í sögum Halldórs Laxness. Síðar hefur mér flogið í hug hvort afstaða Hallbergs hafi verið röng og að greinin hefði átt að heita „Listin að ljúka ekki sögu“. Þegar sögum Hall- dórs Laxness sleppir er aldrei ljóst hvað verð- ur um aðalpersónurnar og vandamálin eru ekki leyst í hefðbundnum skilningi þess orðs. Orðið lausn hefur að vísu aðra merkingu í bók-

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.