Mímir - 01.06.1998, Síða 53

Mímir - 01.06.1998, Síða 53
53 Skálclsagan Brekkukotsannáll hefst á þess- um orðum: Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn.6 Um þessi orð hefur Benjamín H.J. Eiríksson látið svo urn mælt: Halldór Laxness ... vill ólmur kenna fólki lífsvizku. Þessi lífsvizka hans er aðallega fólgin í boðun guðleysis og siðleys- is, skopi að því, sem öðrum er heilagt, skvaldri um alvarlega hluti, sem hann ber oft takmarkað skynbragð á. Margt er framandi í bókurn hans, þverstæður. í upphafi Brekku- kotsannáls hefir Halldór það eftir vitrum manni, að fátt sé ungbarni hollara en missa föður sinn, næst því að missa móð- ur sína. Lífsreynsla íslenzku þjóðarinnar kennir annað. En þetta mun eiga að vera Zen-búddismi og þá einhverskonar tízka.’ Það er rétt að taka það fram í upphafi að ég tel Benjamín hér vera á villigötum. Eigi að síð- ur hefur hann nokkuð til síns máls og það er einmitt sá hálfsannleikur sem gerir orð hans verð nánari skoðunar. Hið fyrsta sem ég ætla að staldra við í um- mælum Benjamíns eru þessi orð: „sem hann ber oft takmarkað skynbragð á.“ Dænti Benja- míns verður að teljast illa valið í ljósi þeirra. Halldór Laxness bar vissulega skynbragð á hvað það er að missa föður sinn á ungum aldri. Lát föður hans var raunar einn fárra skugga á langri og gifturíkri ævi. Sjálfur hefur hann lýst þessum missi ævi sinnar í endurminningabók sinni, Sjömeistarasögunni: Fréttin af veikindum föður rníns héldu mér á milli von- ar og ótta alla vikuna. Á einum púnkti þegir bæði saga og skáldsaga....Mikið mundi ég hafa viljað til gefa núna hefði ég átt þess kost að gleðja hjarta þessa stilta agaða manns. ... Hann heilsaði mér af þögulli hlýu og rétti mér bréf frá móð- ur minni. Bréfið hafði formlega áritun og dagsetningu. „Lax- nesi 19. júní 1919 “ Textinn var þessi: „Halldór minn,“ (hún hafði aldrei nefnt mig með fullu nafni fyr) „faðir þinn andað- ist í morgun. Mig lángar að þú komir heim. Mamma þín.“" Þegar þessi frásögn er borin við upphafs- orð Brekkukotsannáls fer ekki milli mála að þau ber ekki að skilja bókstaflegum skilningi umhugsunarlaust. Skáldið er ekki heldur að hæðast að þeim sem hafa misst föður sinn þar sem hann hefur gert það sjálfur og veit hvað hann er að tala um. Setningin í upphafi Brekkukotsannáls er öf- ugmæli sem sögumaður tekur raunar hvorki undir né ber á móti. Það er einmitt þversagnar- eðli hennar sem veldur því að við munum hana. Hvernig ætli það hefði verið ef Halldór hefði hafið Brekkukotsannál á þessum orðum: „Næst því að missa móður sína er ekkert verra tingurn börnum en að missa föður sinn?“ Óneitanlega er þessi setning sönn. Hún er svo sönn að það þarf ekki að segja hana, hún er sjálfsagður hlutur og getur ekki ýtt við lesand- anum á sama hátt og það sem er framandi og þversagnakennt. Upphafsorð Brekkukotsannáls vekja at- hygli þar sem þau eru framandi, þverstæð, eins og Benjamín kallar það. Lesandinn verður að nerna staðar, getur ekki lesið áfram óáreittur. Hann hlýtur að efast um að þetta sé satt eða að þessi vitri maður sem vitnað er til sé í raun og sanni vitur. En ekki er hægt að taka slíkum orð- um sem aulafyndni sem ekkert merkir eða skvaldri um alvarlega hluti. Þvert á móti er það alvara málsins sem gefur þversögninni gildi. Lesarinn er skilinn eftir tilneyddur að velta fyr- ir sér hvert verið sé að fara með þessu. Þegar í upphafi sögunnar er hann vakinn til umhtigs- unar. Orð skáldsins eru tvíræð. Benjamín Eiríks- son skildi þau bókstaflega en eins og ég hef sýnt fram á leiðir sá skilningur ekki til skyn- samlegrar niðurstöðu. En er til „réttur“ skiln- ingur á þessum orðum? Er hægt að setja fram túlkun á þessum upphafsorðum Brekku- kotsannáls sem er hafin yfir allan vafa? Erfitt gæti reynst að festa hendur á henni enda er óvíst að það sé ætlun höfundar. Líklegra er að hann hafi í hyggju að láta lesarann tim að vinna úr þversögninni. Ef setningin hefði þess í stað verið bókstaflega og augljóslega sönn hefði lesarinn á hinn bóginn úr engu að moða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.