Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 59

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 59
59 Hver er Plús Ex? Það er sú boðflenna með aungvu nafni og óglöggu vegabréfi sem ævinlega er viðstödd líkt og gluggagægir hvar sem gripið er ofan í skáldsögu. Þessi herra er aldrei svo smáþægur að setjast aftastur í persónuröðina, heldur sættir sig ekki við annaö en öndvegi nær miðju frá- sagnarinnar, jafnvel í sögu þar sem höfundur gerir sér þó alt far um að samsama ekki sjálfan sig sögumanninum/’ Ef höfundur finnur að saga hans er komin í ogiingur getur hann kallað Piús Ex til svo að hann geti með trúðslátum sínurn dregið athygl- ina frá því hversu illa gengur með söguna. „Til að bæta íyrir smíðagalla og annað klast- ur sem orðið hefur í samsetningu sögunnar, tekur höfundur uppá að þenja sig út með op- inberum hugsjónabelgíngi, líklega til að sanna fyrir yfírvöldunum að hann sé besti niaður þó hann geti ekki sagt sögu.“7Að mati Halldórs er skáldsagan ekki heimavöllur boðunar póli- tískra hugsjóna eða siðfræði að eigin vali. „Þessi siður, svo fagur sem hann kann að vera, samræmist að mínum dómi tæplega þeirri íþrótt sem kend er við skáldsögur."8 Framhjá Plús Ex verður ekki komist enda ákveður skáldið að taka sér hlé, eða orlof, frá skáld- sagnaritun um skeið og snúa sér að leikritun. Halldór Laxness glímir hér við sama vanda- mál og Roland Barthes í rigerð sinni „Dauði höfundarins": Stöðu höfundarins innan verks- ins og einnig stöðu lesandans gagnvart verk- inu. Barthes greinir vandamálið á svipaðan hátt og Halldór Laxness en gengur lengra í átt til lausnar; í þá átt sem fyrir Halldóri er fjarstæða. Hefðbundin gagnrýni hefur aldrei veitt lesandanum minnstu athygli; fvrir henni er sá sem skrifar eina persóna bókmenntanna. Núna erum við farin að sjá í gegnurn dramblátar og háðslegar gagnásakanir góðborgaranna til stuðnings einmitt því sem þeir setja til hliðar, hunsa, kæfa eða eyðileggja; okkur er ljóst að skrif öðlast því aðeins fram- tíð að goðsögninni sé steypt af stalli: fæðing lesandans verð- ur að kosta dauða Höfundarins.9 Höftindurinn skiptir einfaldlega minnstu máli í skáldsögum sem öðrum bókum að mati Barthes. Lesandinn er sá sem skiptir máli; hans er endanleg ráðning textans. Halldór virðist augljós fulltrúi hefðbundinnar gagnrýni í „Per- sónulegum minnisgreinum" en mig grunar að niðurstaða Kristnihalds undir Jökli, þegar allt er skoðað, bendi til þess að Halldór sé þar korninn á hugmyndalegar slóðir Roland Barthes. Halldór Laxness hefur einmitt viðurkennt að hafa skrifað skáldsögu þar sem sérstaklega átti að úthýsa Plús Ex: „Versuch, diese Person X loszuwerden"10 „Það þarf að rannsaka svolítið fyrir vestan“ Kristnihaldið Biskup ræður ungan guðfræðing til þess að takast ferð á hendur undir Jökul og rannsaka þar prestinn Jón Jónsson sem margt bendir til að hegði sér mjög undarlega. Þessi ungi maður er ráðinn til verksins vegna þess að hann kann á segulbandsupptökutæki og að hraðrita. Nafn hans kemur ekki fram í textanum heldur kallar hann sig Umbi sem er stytting fyrir Umboðs- rnaður biskups. Umbi fær nákvæmar Ieiðbein- ingar frá biskupnum um það hvernig hann eigi að bera sig að við rannsóknina. Hann á að vera hlutlægur fyrst og fremst: „Ekki dreifa úr sér sjálfur. Skrifa þurt! Við viljum ekkert heyra broslegt að vestan, við hlæum uppá kostnað sjálfra okkar hér fyrir sunnan. Skrifa sem mest í þriðju persónu. Akademískur, já, en í hófí. Læra af hljóðritanum.“(18) (Hér hefur Urnbi raunar engan hljóðrita en er samt byrjaður að læra af honum.) Umbi fær vitnisburð um prestinn frá ýrnsu fólki undir Jökli og þegar þeir loks hittast kem- ur í ljós að hann hefur snúið baki við kenning- um kirkjunnar og veitir enga kirkjulega þjón- ustu. Kirkjan er negld aftur. Hins vegar virðist Jón vera í sérstöku mótsagnakenndu sambandi við almættið. Nú birtist undir Jökli fornvinur Jóns, Guðmundur Sigmundsson, sem er mikill athafnamaður jafnt veraldlega sem andlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.