Mímir - 01.06.1998, Síða 62

Mímir - 01.06.1998, Síða 62
62 unni heiðarleg og ítarleg skil, hlýtur að vera vandi á höndurn. Heimurinn er orðinn vélgengur í augum Laxness og rennur saman í flókið kerfi (ef kerfi skyldi kalla) og riðar jafnvel til falls: Eftir stríðið hafa voldug ríkjasambönd skift með sér heiminum í reiti þar sem fámenn samfélög þjóða, kunn úr fornri landafræði, hafa minna bolmagn til sjálfstæðis en áður í sögu heimsins, einnig í menningarlegu tiliiti. Þetta virðist leiða beint af vélgeinginu sem lagt hefur undir sig heiminn. Hagstjórn lagar sig eftir framleiðsluháttum einsog íyrri dag- inn. Vélgeingi, framleiðslugögn, auðmagn, samgaungukerfl og vísindaleg þekkíng, - allt er þetta að renna saman í eitt og sama kerfi, sem útheimtir alþjóðlegt skipulag til þess að heimurinn fái staðist.18 Hvernig geta bókmenntir brugðist við ástandi þessu líku? Hvernig geta þær látið í sér heyra? Heimsmyndin verður brotakennd og brotin ganga ekki saman. „Samfélagið verður sírofin og litrík samfella af örsögum, hverskon- ar ummerkjum um staðbundna menningu, ein- staklinga og hópa sem skapa eða gera tilraunir á eigin forsendum eða algerlega handahófs- kennt útfrá aðstæðum sínum.“19 Zavarzadeh segir að vinsælasta bókmennta- forrnið, hin sefjandi skáldsaga, veiti huggun og staðfesti einfaldaða veruleikamynd hins sak- lausa lesanda. Slíkt verk styður þá trú að til- gangur sé með tilvistarbrölti mannskepnunnar og leggur sig í framkróka við að sýna það með skipulegum röðum orsaka og afleiðinga, bæði á sviði einstaklingsins og heildarinnar. Rót þessarar tegundar skáldsagna liggur í 19- öld- inni og sækir næringu sína til kenninga rnanna á borð við Marx, Freud og Darwin. Slíkar sögur svara ekki kröfum hins hugsandi manns á tím- urn tæknivædds upplýsingaflæðis. „Vísindin treysta til dæmis ekki lengur hinurn gömlu frumsögnum og byggja meir á handahófs- kenndum tilraunum, tilfallandi hugmyndum, þreifingum og tilviljunum."20 Að mati Zavarzadehs hafa framsæknir skáldsagnahöfundar eðlilega brugðist við með því að raska á einhvern hátt sambandi ýmissa eðlisþátta skáldsögunnar, s.s. persónusköpun- arinnar sem módernistarnir hófu upp í æðra veldi með köfun í sálfræðilegt djúp persóna sinna. Einnig mætti nefna aukna áherslu á svið- setningar sem tengjast tilraunum til aukinnar hlutlægni söguhöfunda. Þessar breytingar á frá- sagnarhætti skáldsagnanna hafa hins vegar fall- ið inn í fyrirliggjandi frásagnarkerfi vegna þess að þær voru aðeins mögnun eða temprun ýmissa þátta skáldsagnaformsins en ekki við- auki. Þess háttar bókmenntir eru því ekki svar við kröfti tímans. Þetta er sá jarðvegur sem Zavarzadeh telur að ameríski dókúmentarisminn spretti úr.Telja má líklegt að svipaðar aðstæður marki bak- grunn skáldskaparlegrar kreppu Halldórs Lax- ness á 7. áratugnum eins og ég mun korna að hér á eftir. Helstu höfundar ameríska dókúm- entarismans eru þeir Thomas Wolfe, Truman Capote (In Cold Blood), Norman Mailer (Armies of the Night) og Oscar Lewis (The Children of Sanchez, La Vida). Þessi bók- menntagrein ber flest einkenni evrópsk dókúmentarisma sem rakin eru hér að ofan: byggir á hlutlægri framsetningu gagna og stað- reynda án túlkunar höfundanna. Ameríski dókúmentarisminn var þó öllu vinsælli og víð- lesnari en sá evrópski og margt bendir til þess að þangað megi fremur rekja þræði frá Hall- dóri Laxness en til þess evrópska ef menn vilja leita til útlanda á annað borð. Halldór Laxness minnist á nokkra áhrifavalda við gerða rninn- ingasagnanna og nefnir þeirra á meðal Inferno eftir Strindberg og ævisögur Sigurðar frá Bala- skarði: Þessa aðferð, sem nú er að verða „síðasta tíska“ í bók- mentum, hef ég leyft mér að kalla ritgerð í skáldsöguformi, essayroman, í dönsku útgáfunni af Guðsgjafarþulu; en eins mætti kalla þetta á íslensku bókmentalega blaðamensku eða skáldsögu í greinaformi. Hugsjónin er að gera blaðamensku fagurfræðilega; hefja hana til listgreinar innan bókmentanna. Hér væri ekki úr vegi að nefna til sögunnar tvo liðtæka amrikumenn,Truman Capote og Norrnan Mailer.21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.