Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 65

Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 65
65 Enn leggur Halldór Laxness áherslu á skráningaraðferð. Hér þarf ekki að hafa mörg orð um skyldleikann við frásagnarhátt Kristni- haldsins og þá starfsemi Umba að leggja leið sína á vettvang og láta rannsóknarefnið „tala sig sjálft upp á band“. Það er því ekki ólíklegt að þessi rannsóknaraðferð verði Halldóri Lax- ness leiðarljós þegar hann hefur virt skáldsög- una íyrir sér um hríð úr nokkrum fjarska og Ieitar sér að tjáningarformi íyrir þau efni sem honum sjálfum liggja á hjarta. Með því að líkja skáldsagnahöfundi við þann sem flytur mál á Halldór við þá tegund af „fölsun“ sem felst í epískri byggingu „réttrar" skáldsögu. í strangbyggðri skáldsögu þjóna staðreyndirnar heildarmyndinni í stað þess að hún korni í ljós þegar allar staðreyndirnar hafa verið skoðaðar. í heimi hugmyndalegrar upp- lausnar er upptaka staðreynda að hætti nú- tímavísindamanna ein leið af fáurn greiðum til gerðar „raunhæfrar“ skáldsögu sem „tjáir öld- ina, andlit aldarinnar, sál aldarinnar, þjáningu aldarinnar, þrá aldarinnar," eins og Halldór kemst að orði annars staðar.11 Hér er Halldór Laxness kominn fram úr þeim rnanni sem bar sig eftir að læra af Njáluhöfundi og félögum hans á fyrri hluta fimmta áratugarins og sagði þá: Gildi skáldverks fer ekki hvað síst eftir því hve heill óháður og sjálfbjarga heimur það er, þess umkomið, sjálf- stæður veruieiki, að bergnema hlustandann að hann efist ekki á stund flutníngsins að „satt“ sé sagt; það er leyndar- dómur sefjunarinnar.32 Tímarnir eru hins vegar að breytast hratt og staðreyndir lífsins eru hver annarri lygi- legri. Ef til vill skýrir það viðhorfsbreytinguna einna best að hún stendur með hvorn fót sínu megin við kjarnorkusprengju. „Við lifum á tím- um þegar skýrslur teknar á band á staðnum og breytt í vísitölu með rafeindaheila hafa meira sannleiksgildi en hrannir af fögrum bókmennt- um sem sækja niðurstöður sínar í lærdóma ein- hversstaðar lángt utanvið brennipúnktinn“ segir Halldór.33 Lestur Halldórs Laxness á verki Oscars Lewis sýnir einmitt að það sækir meg- inkraft sinn í þann vísindalega merkimiða sem fylgir því og tryggir að þetta fólk er til og að- stæður þess eru raunverulegar að viðbættu því að rétt er eftir þeim haft. Eins og hér hafi tek- ist að búa til heildstætt verk með félagsleg markmið. Eins og ofar er getið hafa frásagnir Lewis nokkur einkenni skáldskapar. Aðferðum skáld- sögunnar er beitt: Sviðsetningu, endurliti o.fl. En meginaðferð Lewis við að koma upplýsing- unum á framfæri er „sannleg“ í miðlun sinni og vísindaleg. í Kristnihaldinu fer fram umræða um það hvort þessi aðferð sé rétt eða raunhæf. Aðferðina rná nota til þess að túlka efasemdir og hún hefur rétt á því að draga sjálfa sig í efa. Ef þessi meðvitund er innifalin og viðurkennd er hún réttlætanleg en ef horft er framhjá skáldskapar-óhjákvæmileikanum er hún eins og allar aðrar formúlur að skáldsögu röng, svo stuðst sé við orðalag úr sögunni. Biskupinn er þannig fulltrúi frásagnarraunhyggjusinna þar sem hann telur skýrslugerð Umba geta rniðlað honum þeim raunveruleika sem hrærist undir Jökli. Umræðan um Kristnihaldið tekur enn á sig mannfræðimynd í grein Gísla Pálssonar „Hið íslamska bókmenntafélag“. Þar rekur Gísli hvernig fræðigreinin mannfræði hefur tekið stakkaskiptum líkt og umræðan um bók- menntir: „Samanburður og alhæfingar hafa orðið að víkja fyrir skáldskap og sjálfhverfri naflaskoðun. Ef þetta er haft í huga er Kristni- haldið ákaflega nútímaleg mannfræði.“3í Það er athyglisvert að Gísli minnist ekki á kollega sinn Oscar Lewis í mannfræðiumræðu sinni um Kristnihaldið. Ég tek hins vegar undir þau orð hans „að líta megi á Kristnihaldið sem rót- tæka gagnrýni á vísindahyggjuna og þekkingar- fræði hennar.“35 Ég tel höfund Kristnihaldsins einmitt standa feti framar höfundi „Slamm- byggju“ hvað varðar barnslega trú á vísindaleg- ar rannsóknaraðferðir. Gísli rekur ágætlega hvernig orð sr. Jóns grafa undan slíkri trú en ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.