Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 73

Mímir - 01.06.1998, Qupperneq 73
73 þennan söguþráð eða hluta hans er að finna, eru þekktar mjög víða um heim. Útbreiðsla þeirra er mest í Evrópu og Asíu, í þeim heimshlutum hafa þær fundist í flestum gerðurn. Sérstakt afbrigði sagnanna er að finna við norðanvert Atlantshaf en það eru svokall- aðar selameyjasögur. Þá eru konurnar í sels- ham en ekki álftarham en hegða sér annars rnjög svipað. Þær klæða sig úr hamnum og ganga á land við sérstök tækifæri og lenda þá í að hamnum er rænt. Söguþráðurinn er alveg sambærilegur við aðrar gerðir sagnanna. Þetta er sú útgáfa sem þekkt er í íslenskum þjóðsög- um. Víðast hvar finnast svanameyjasögurnar í fáurn afmörkuðum gerðum á hverju svæði og þá oftast í formi ævintýris. Þessar fáu gerðir þykja benda til þess að sögurnar eigi sér ekki uppruna í fornri þjóðtrú á þeim svæðum. Sagnir, sem gengið hafa kynslóð fram af kynslóð, á sama menningarsvæðinu og eiga sér upptök í fornum trúarbrögðum fólksins eru yfirleitt til í nær óteljandi gerðum því sagan breytist í hvert skipti sem hún er sögð. Því þyk- ir hið fasta form sagnanna um svanameyjarnar benda til þess að um sé að ræða flökkuminni sem ferðast hafi á milli menningarsvæða. Menn hafa kannað landfræðilega dreifingu sagnanna og helst komist að þeirri niðurstöðu að upp- runans sé að leita austur í Asíu. Þar hefur fund- ist fjöldi af ævafornum sagnaminnum sem tengja má við þessar sögur. Fræðimenn telja að hér sé um að ræða mörg þúsund ára gamalt minni og byggja þær kenningar á að það hefur ftindist í fornum ind- verskum trúarsögnum. Þar tengjast hamskiptin endurtekinni hringrás lífs og dauða. Það sem deyr kastar af sér hamnum, sem síðan endur- nýjast við það að nýtt líf verður til. Hamskipti Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvernig á því stendur að þessar, að því er virðist, venju- legu konur hafa þennan eiginleika að geta breytt sér í svan þegar þeim þóknast svo. Hæfi- leikinn til að hafa hamskipti er samt einn sá al- gengasti í þjóðtrú og þjóðsögnum. Skiptir þá engu máli hvar í heiminum borið er niður.Til eru kenningar sem tengja þennan hæfileika fornri tótemhyggju. Slíkar kenningar eru að rniklu leyti byggðar á trúarbrögðum þar sem hver maður hefur sitt tótem eða verndardýr, sem hann telur sig að hluta til vera kominn af. Munurinn á manninum og tóteminu er ekki alltaf skýr, svo að menn geta orðið verndardýr- ið í eigin huga og annarra. Þá er hægt að út- skýra brottför svanameyjanna með því að þær séu að flýja ósætti í hjónabandinu. Ósættið or- sakast af því að tótemum hjónanna semur ekki. Konan hverfur aftur til föðurhúsanna eins og konur gera enn í dag, þ.e. hún snýr aftur til síns tótems. Hamskipti eru mjög algeng í norrænni hefð. í fornum norrænum bókmenntum segir víða frá einstaklingum sem leystu huga sinn frá líkamanum og fóru um í öðrum búningi, yf- irleitt í dýrslíki. Þekktasta hamhleypan er vafa- laust Óðinn en margar sögur eru til um hvern- ig hann fór hamförum og gat þá brugðist í líki nálega hvers kvikindis. F.kki vílaði Loki heldur fyrir sér að þjóta um sem hross eða felast í lax- líki. Meðal þeirra gripa sem Freyja átti var fjaðrahamur. Hvergi kemur fram að hvaða fugli sá varð er fjaðrahaminn notaði en þarna er þó heimild um norrænan fjaðraham. Norrænt fólk hefur því ekki kippt sér upp við það þó allt í einu birtust suðrænar meyjar sem gátu flogið. Svanamcyjar eða valkyrjur? Á norrænum slóðum hafa svanameyjarnar blandast saman við hugmyndir manna um val- kyrjur. Valkyrjur voru kvenverur sem riðu um loftið og voru mönnum til heilla í bardaga. Sá sem ritar lausamálið framan við Völundarkviðu í Konungsbók Eddukvæða hefur þekkt þess- konar kvenfólk því hann segir: „það vóru val-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.