Mímir - 01.06.1998, Side 74

Mímir - 01.06.1998, Side 74
74 kyrjur“2 til þess að lýsa svanameyjunum nánar. í seinni tíma fornaldarsögu, Hrómundar sögu Greipssonar, er sagt frá bardaga við Váneren, vatn á Gautlandi í Svíþjóð, milli kónganna Helga og Ólafs. Frilla Helga, Kára, flaug í svans- ham yfir bardagann og truflaði her Ólafs. í hita leiksins varð Helga það á að sveifla of hátt sverðinu og höggva fótlegg álftarinnar í sund- ur.Við það féll hún niður og dó og Helgi tap- aði bardaganum. Kára var valkyrja.í lausa mál- inu á eftir Helga kviðu Hundingsbana II í Kon- ungsbók er sagt að hún hafi verið Sigrún, val- kyrja Helga Hundingsbana endurborin. Þarna er talið að vísað sé í glötuð Káruljóð. Frásögn af Káru er til varðveitt í íslenskum rínium sem nefndar eru Griplur. Þetta er eina dæmið úr ís- lenskum fornbókmenntum um að valkyrja komi fram í fjaðraham. Það hefur samt ekki verið fjarlægt mönnum að draga jafnaðarmerki milli hins hreinhvíta svans og fagurra ung- meyja. Það er ekki alltaf hægt að finna bein tengsl við svanameyjaminnið, sem hér er til umræðu, en hugsunin er sú sama.Til að nefna dæmi um slíka hugsun má nefna draum Þor- steins á Borg í Gunnlaugs sögu ormstungu þar sem hann sér tvo erni vera að berjast um fagra álft svo heiftarlega að þeir deyja báðir. Eftir að þeir eru báðir dauðir hverfur álftin á braut ásamt fálka.3 Draumurinn er túlkaður á þá lund að álftin tákni dóttur Þorsteins, Helgu fögru, en ránfuglarnir karlmennina sem börð- ust um hylli hennar. Völundarkviða Svanameyjaminnið hefur löngum verið tengt eddukvæðinu Völundarkviðu. Hér á eftir er ætlunin að skoða kenningar þar að lút- andi örlítið nánar.Til að byrja með er rétt að fjalla lauslega um kvæðið sem heild. Eina varðveitta útgáfa Völundarkviðu er í Konungsbók Eddukvæða. Þar stendur hún næst á eftir Þrymskviðu en á undan Alvíss- málum. Kvæðið er 40 erindi undir nokkuð reglulegu fornyrðislagi. Á undan kviðunni er nokkuð langur lausamálskafli og líka er laust mál inni í 16. erindi og milli 16. og 17. erindis. Mönnum hefur reynst örðugt að skilja Völund- arkviðu á köflurn og eru fræðingarnir flestir á því að a.m.k. 16. vísa sé óheil. Völundarkviða hefur löngum verið talin til hetjukvæða en er þó ólík þeim á margan hátt. Völundur er á engan hátt dæmigerður fyrir hetjur þær sem fram koma í hetjukvæð- um Eddu. Hann stundar ekki hermennsku heldur fer hann til veiða og vinnur við smíðar. í öðrum hetjukvæðum er mikið gert úr ættar- tengslum og menn eru sífellt að sinna hefndar- skyldunni, skyldunni sem ættin leggur á þá. Völundur hefnir aftur á móti persónulegra harma sinna á heiftúðugan hátt. Hann er ekki hluti af mannlegri ætt, hann er að einhverju leyti annarrar tegundar. í kviðunni er hann þrisvar nefndur konungur álfa og á köflum tengir lýsingin á honum hann fremur öðrum heimi en manna. Sem dæmi þessu til skýringar má nefna hvernig Völundi er lýst í 16. erindi kviðunnar. 4 Þar kemur fram að hann berar tennurnar líkt og villidýr framan í konungslið- ið þegar hann er fluttur í fjötrum fyrir konung. Síðar í vísunni líkir drottning Níðaðar konungs augum hans við ormsaugu og ljóst er að henni stendur ótti af honum. Völundur minnir hér rneira á dýr en mann, þó að á öðrum stöðum í kvæðinu leiki ekki vafi á að hann er mjög svo mannlegum eiginleikum búinn. Einnig er sér- stakt að hefnd hans lýkur ekki með hetjuleg- um dauða eins og venja er í hetjukvæðunum, heldur lýkur henni með því að Völundur lyftir sér til flugs eins og fugl, - sveimar yfir konung- inum og nýtur þess að láta hann heyra á hvern hátt hann hefur hefnt sín. Síðan hverfur hann sigri hrósandi á brott og skilur eftir sig niður- brotna íjölsky ldu konungsins. Efnisþráður Völundarkviðu er á þá leið að þrjár meyjar fljúga að sunnan og setjast á sæv- arströnd. Þar taka þær saman við bræðurna Egil, Slagfinn og Völund. Þau búa öll saman í hjónabandi í sjö ár en þá taka meyjarnar að

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.