Mímir - 01.06.1998, Side 75

Mímir - 01.06.1998, Side 75
75 ókyrrast og á níuncla ári fljúga þær á brott meðan bræðurnir eru í burtu á veiðum. Þegar þeir koma aftur og sjá að þær eru horfnar halda Egill og Slagfinnur af stað að leita þeirra en Völundur situr einn eftir og bíður þess að eiginkonan komi aftur. í einsemdinni fer hann að smíða gullhringa og nær að smíða 700 hringa meðan hann bíður. Menn sendir af Níð- aði konungi stela einum gullhringnum fráVöl- undi og hneppa hann í fjötra. Konungur lætur skera á hásinarVölundar og koma honum fyrir á eyju þar sem hann situr við smíðar.Tveir ung- ir synir konungs koma til Völundar í eyjuna, hann drepur þá og srníðar skart úr líkamshlut- um þeirra. Síðar kemst hann yfir dóttur kon- ungs, nauðgar henni og gerir henni barn. Upp úr því hefur Völundur sig allt í einu til flugs. Hann flýgur til konungs og hælist yfir verkum sínum og hverfur að svo búnu á brott. Kvið- unni lýkur með raunatölum Böðvildar kon- ungsdóttur. Nafn Völundar kemur víða fyrir urn hinn germanska heirn og hans er alls staðar minnst sem rnikils smiðs. Sagnir af fangavist smiðsins hjá Níðaði konungi eru víða til. Hins vegar er nafn hans hvergi í þeim heimildum tengt þess- um suðrænu meyjum sem sagt er frá í upphafi Völundarkviðu. Það er aðeins í þýskum ljóð- róman frá 14. öld, Friederich von Schwaben, sem hægt er að finna svanameyjarnar tengdar efni umVölund. Hvort þar er um að ræða end- uróm frá Völundarkviðu eða eldra þýsku kvæði um samskonar efni er óútkljáð mál. Jón Helgason notar þetta þýska kvæði sem rök- semd fyrir því að svanameyjaþættinum hafi ekki verið bætt inn í Völundarsögnina á nor- rænurn slóðum og hann telur að til hafi verið þýskur Völundur, sem átti samskipti við slíkar svanameyjar. Hin norræna Völundarkviða og kvæðið um Friederich von Schwaben séu þá bæði byggð á eldri fornþýskum kveðskap.’ Einar Ól. Sveinsson telur aftur á móti að í þessu þýska kvæði komi fram áhrif frá Völund- arkviðu, sem borist hafi í gegnum frönsk ridd- arakvæði til Þýskalands.Hann telur því að Völ- undarkviða hafi orðið til á Norðurlöndum og að svanameyjaþátturinn sé norræn viðbót við sögnina urn fangavist smiðsins hjá fégráðugum konungi/’Aðrir hafa haldið frarn fornenskum og jafnvel íslenskum uppruna kvæðisins. Svanameyjar í Völundarkviðu Skiptar skoðanir hafa löngum verið meðal fræðimanna um þessa, að því er virðist, tví- skiptu byggingu Völundarkviðu.Ýmsarkenn- ingar hafa verið settar fram í þessu sambandi og sýnist sitt hverjum. Sá fræðimaður, sem lengst gengur í aðskilnaðarátt, telur að hér sé um að ræða tvö kvæði sem hafi staðið hvert á eftir öðru í sama handriti og þannig lent í því að vera tengd saman í eina heild.7 Á hinum enda skalans eru þeir sem telja að kviðan sé ein heild og feli í sér túlkun á ævafornri endur- fæðingargoðsögn.8 Flestir vilja samt fara meðalveginn og telja að hér sé um að ræða tvö minni sem eitt skáld hefur fléttað saman og aðlagað þeirn áhrifum sem það vill ná fram í kvæðinu. Minnin eru þá notuð til að skapa eina heild og ekki er hægt að skoða einstaka þætti kvæðisins nema sem hluta af þessari heild.9 Urn það hvar og hvenær það skáld lifði og orti sitt kvæði geta rnenn svo haldið áfram að deila um ókomna framtíð. í kvæðinu eru það í raun aðeins sex fyrstu erindin sem tengja má svanameyjaminninu. Þar er sagt frá samskiptum þeirra bræðra við þessar suðrænu meyjar sem korna fljúgandi til þeirra. Frásögnin af meyjunum er í fyrstu þremur erindunum og hún er römmuð inn í eitt stef sem endurtekið er með orðalagsbreyt- inguni. Fyrsta erindið hefst á þennan hátt: Meyjar flugu sunnan myrkvið í gögnurn, alvitur ungar, örlög drýgja. (1/1-4) 10

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.