Mímir - 01.06.1998, Síða 81

Mímir - 01.06.1998, Síða 81
81 f Starfsannáll 1997-1998 Hjörtur Einarsson tók saman Á vordögum 1997, nánar tiltekið 11. apríl, var kjör- in stjórn sú er starfaði undanfarinn vetur, utan tvö sem kjiirin voru á aukaaðalfundi síðastliðið haust. í stjórn Mírnis voru sjálfkjörin Elín Una Jónsdóttir, Hjörtur Ein- arsson, María Sæmundsdóttir og Sigríður Harpa Hall- dórsdóttir. Skal nú rakið starf Mímis í vetur. Ekki er úr vegi að byrja á fyrsta atburði á vegum stjórnar, nýnemagleði. Var gleði sú einkurn ætluð nýj- um nemum í íslensku en var þeirn hinurn eldri einnig boðið. Svo fór, sent vant er, að eldri nentar voru í meiri- hluta á samkomunni, en þó mættu þrír sem gátu talist nýir. í boði var fagurblá bolla í bala sem var drukkin upp á örfáum mínútum. Voru gestir sammála um að vel hefði verið staðið að bollublöndun, en hún var ein- mitt í höndum ritara Mímis. Þessi samkoma var haldin 12. september í Veislurisinu á Hverfisgötu. Afar fjölmennur aukaaðalfundur var haldinn 16. september þar sem fulltrúi fyrstaársnema, Sverrir Frið- riksson, var valinn úr fjölmennum hópi. Svo og var val- in meðstjórnandi, Halldóra Björt Ewen,sem kom í stað Sigríðar Hörpu sem sneri sér að nárni í enskum fræð- um. Einnig var á fundinum námsnefnd fullmönnuð og tölvunefnd stofnuð. Voru fundarmenn alls þrír auk stjórnar og þykir það met í aðsókn á aukaaðalfund til þessa. Næst á dagskrá var haustferð, þann 4. október. Förumenn fylltu annan tug og komust vel á þann þrið- ja. Farið var í Borgarfjörð á slóðir Snorra Sturlusonar. Fyrst var stoppað að Reykholti þar sem séra Geir Waage tók á móti íslenskunemum og „leiddi fávísa nema í allan sannleika um dásemdir staðarins" eins og tekið var til orða í 3. tbl. Ratatosks. Eftir fyrirlestur og rúnt um svæðið bauð frú séra GeirWaage haustför- um upp á kaffl og kleinur og hófust umræður í ýms- um hornum safnaðarheimilisins (en þau eru fleiri en fjögur). Því næst var komið við á Borg á Mýrum og þar lesinn kafli úr Egils sögu. Einnig var ráðið í rúnaristur er fundust á leiði í kirkjugarðinum þar á bæ.Að lokinni Borgarheimsókn hófst heimferðin og mátti þá heyra tappa af flöskum tekna og flipa á dósum lyft (þau hljóð voru þó þegar farin að heyrast við Árnagarð í upphafi ferðar). Heiðursgestur í ferðinni var Höskuld- ur Þráinsson og átti fararstjóri að vera Jónas Kristjáns- son en hann forfallaðist því miður og þurfti prófessor Höskuldur að taka að sér hlutverk hans og gerði það með sóma og sann.Að lokinni ferð, þegar snúið hafði verið aftur til Reykjavíkur, var gleðinni áfram haldið á bar í bænum. Kraptakvold var lialdið að venju og í þetta skipti 7. nóvember. Hin gullfallega farandönd (sem uppruna- lega hét farönd eins og heiðursgestur fræddi stjórnar- liða um) flaug úr örmum SveinsYngva Egilssonar yfir í hlýjan faðm Eiríks Rögnvaldssonar sem var einmitt heiðursgestur. Eftir að hafa veitt viðtöku öndinni hóf Eiríkur að flytja ræðu eina allmikla. Ármann Jakobsson flutti kvæðið um Alfreð önd líkt og rnörg undanfarin ár og naut þar stuðnings hinnar stórkostlegu stjórnar Mímis. Katrín Jakobsdóttir talaði rnáli nýrra nema. Stjórn Mímis fleygði sér á stokk og flutti magnaðan látbragðsleik sent unnin var úr þjóðsögunni urn hana Sólveigu á Miklabæ. Síðasta atriðið var svo ljóðaupp- lestur. Stóð gleðin frarn að miðnætti og svo fóru allir í bæinn. Mímir var í góðum gír í vetur og fór að gera hos- ur sínar grænar fyrirTorfhildi sem er félag bókmennta- fræðinema. Átti hann stefnumót við hana á Sólon ís- landus. Breyttist stefnumótið fljótlega í bókakynn- ingu, þar sem nokkur íslensk skáld lásu upp úr verk- um sínum. íslenskunemar fjölmenntu og voru fímm á staðnum þegar best lét. Ekki var mikið meira gert fyrir jól og svo kom nýtt ár. Hin, sem virðist ætla að vera, árlega vísindaferð í Mál og menningu var farin föstudaginn 6. febrúar og í þetta skipti með góðum vinum okkar úr sagnfræði (sem einmitt voru á sömu slóðum árið áður) og guð- fræði (sem voru ekki á þeim slóðum árið áður). Fór ferðin frarn með hefðbundum hætti og þykja íslensku- nemar hafa sloppið frá viðburðinum með nokkurri sæmd. í hið minnsta voru fáir sem gerðu sig að fíflum. Að lokinni vísindaferð hópuðust íslenskunemar ásamt sagn- og guðfræðinemum á búlluna víðfrægu Stúd- entakjallarann. Ekki var látið hjá líða að framkvæma Þorrablót þetta árið og var það haldið undir yfírskriftinni Árshá-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.