Mímir - 01.06.1998, Page 83
Útgáfubækur Orðabókar Háskólans
íslensk orðtíðnibók, sem gefin var út 1991, er rit
um íslenskt nútímamál þar sem birtar eru
niðurstöður viðamikilla rannsókna Orðabókar
Háskólans á tíðni orða og málfræðiatriða í
textum af ýmsu tagi. Ritstjóri var Jörgen Pind og
samstarfsmenn hans Friðrik Magnússon og
Stefán Briem.
Út eru komnar þrjár bækur í ritröðinni
Orðfræðirit fyrri alda:
Orðabók sem inniheldur flest fágæt, framandi
og vandskilin orð er verða fyrir í dönskum
bókum eftir Gunnlaug Oddsen kom fyrst út í
Kaupmannahöfn árið 1819. Hún var endurútgefm
1991 og annaðist Jón Hilmar Jónsson útgáfuna
ásamt Þórdísi Úlfarsdóttur.
Orðabók Bjöms Halldórssonar, Lexicon
islandico-latino-danicum, var fyrst gefm út árið
1814 undir umsjón danska málfræðingsins
Rasmusar Kristjáns Rasks. Hún var endurútgefm
1992 og sá Jón Aðalsteinn Jónsson um það verk.
Orðabók Jóns Amasonar biskups, Nucleus
latinitatis eða Kleyfsi eins og hún er stundum
nefnd, kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1738.
Hún var endurútgefin árið 1994 í umsjón
Guðrúnar Kvaran og Friðriks Magnússonar.
Bækumar fást í öllum stærri bókaverslunum en
Hið íslenska bókamenntafélag sér um dreifmgu
þeirra.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu
Orðabókarinnar: www.lexis.hi.is
GUNNLAUGUR
ODDSSON
ORÐABÓK
>trm inriiht-ldvir fltrsl frjmjndi
i>g vutidskilia nri> er vrríl.l fj rir
f dfinflkutti hnkunt
ISLENSK
orðtIðnibók