Mímir - 01.06.2023, Page 11

Mímir - 01.06.2023, Page 11
9Mímir 53 - Mímishöfuð árum var tímaritið Mímir fullt af partímyndum. Allir stúdentar sóttu rannsóknaræfingar Félags íslenska fræða sem Þórarinn Eldjárn hafði gert frægar. Þar gátu nýnemar rætt pissfullir við heimsfræga fræðimenn. Á rannsóknaræfingum voru fluttir gífurlega langir fyrirlestrar, ég man eftir einum 75 mínútna. Þar fyrir utan var þrírétta máltíð og dansleikur. Árshátíð Mímis var einnig feiknarlöng og einkenndist af hefðum. Engum fjármunum þurfti að eiga í kjólaleigu eins og í lögfræðinni en áberandi voru vítur á stúdenta sem kölluðu á að þeir læpu dauðann úr skel eða drykkju ómælt brennivín úr horninu Grími. Sagnfræðinemar voru einnig í Árnagarði með eigin hefðir. Nokkrum sinnum héldu félögin árshátíð saman og var dagskráin þá iðulega 3-4 tímar til að koma öllum hefðunum fyrir. Eitt sinn vorum við með bókmenntafræðinemum og þá voru þrír heiðursræðumenn. Árnagarður á þessum tíma var alveg eins og nú að flestu leyti. Miðdepillinn er þó horfinn sem er kaffistofan á jarðhæð þar sem Gógó réð ríkjum og húsgögnin voru frá lokum 7. áratugarins, óþægileg en í skýrum stíl. Þar reyktu allir eins og strompar og það tók mig 3-4 mánuði að hætta mér þangað inn. Annar mikilvægur staður var risavaxinn sófi á 3. hæð þar sem sofandi nemendur lágu stundum. Ekkert töluver var í húsinu enda skrifuðu flest okkar glósur eigin hendi. Vitað var að prófin yrðu níðangurslega þung og þau voru í janúar enda hófst námið ekki fyrr en seint í september. Þessu var öllu breytt skömmu síðar að kröfu raunvísindanema. Ég hef alltaf saknað janúarprófanna sem eyðilögðu jólin alls ekki neitt. Árnagarður var aðeins rúmlega tvítugur þegar ég kom þangað fyrst. Farsímar voru þá engir en einn tíkallasími var á jarðhæð þar sem nú er Baðstofa stúdenta. Oft voru hressilegar áletranir þar. Á 10. áratugnum urðu borðin á jarðhæð miðdepill félagslífsins en þar sátu reykingamenn eftir að reykingar urðu útlægar af kaffistofunni, m.a. fyrir mitt tilstilli. Meðal þeirra voru eldri stúdentar sem höfðu verið mjög lengi við nám og flestir þeirra kunnu allar íslenskar vísur sem ortar höfðu verið.

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.