Mímir - 01.06.2023, Page 26

Mímir - 01.06.2023, Page 26
24 Rakel Anna, forseti sviðsráðs hugvísindasviðs skrifaði í fyrra, um gildismat vísindanna, þar sem hún ræðir það út frá pólítískum vinkli og með nýtt háskólaráðuneyti í huga. Þar bendir hún á að þau störf sem til eru í dag eru ekki endilega þau störf sem til verða síðar. Þá skrifar hún: Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. (Rakel Anna Boulter, „Gildismat”, 2022). Sömuleiðis skrifaði Rakel Anna grein í haustblað Röskvu 2022, þar sem hún ræðir möguleika nýsköpunar á Hugvísindasviði, og bendir þar á að einskær hagnaður eigi ekki neitt skylt við nýsköpunarhugsjónina – að gildismat okkar ætti ekki að liggja í aurnum einum saman (Rakel Anna Boulter, „Möguleikar”, 2022). Sú hugmynd að hagnaður og mælanleg hagnýti á vinnumarkaði er skakkt gildismat, og nákvæmlega sama gildismat og leiðinlegi vekrfræðifrændinn gengur út frá. Hann miðar að því að skilja það sem hefur fast form, skýra sýn og rétt svar – og þó það sé ekkert að því, þarf fólk sem skilur formleysu lífsins, fært um að greina hana og beisla. Beita henni og framfleyta í ákveðnum tilgangi, í ákveðinn farveg. Er eina markmið frændans í lífinu að verða ríkur eða eiga fyrir bláberjum og gulli á grautinn? Á meðan okkur nægir salt og svör við mikilvægari spurningum lífsins og mannlegu samhengi?

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.