Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 26

Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 26
24 Rakel Anna, forseti sviðsráðs hugvísindasviðs skrifaði í fyrra, um gildismat vísindanna, þar sem hún ræðir það út frá pólítískum vinkli og með nýtt háskólaráðuneyti í huga. Þar bendir hún á að þau störf sem til eru í dag eru ekki endilega þau störf sem til verða síðar. Þá skrifar hún: Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. (Rakel Anna Boulter, „Gildismat”, 2022). Sömuleiðis skrifaði Rakel Anna grein í haustblað Röskvu 2022, þar sem hún ræðir möguleika nýsköpunar á Hugvísindasviði, og bendir þar á að einskær hagnaður eigi ekki neitt skylt við nýsköpunarhugsjónina – að gildismat okkar ætti ekki að liggja í aurnum einum saman (Rakel Anna Boulter, „Möguleikar”, 2022). Sú hugmynd að hagnaður og mælanleg hagnýti á vinnumarkaði er skakkt gildismat, og nákvæmlega sama gildismat og leiðinlegi vekrfræðifrændinn gengur út frá. Hann miðar að því að skilja það sem hefur fast form, skýra sýn og rétt svar – og þó það sé ekkert að því, þarf fólk sem skilur formleysu lífsins, fært um að greina hana og beisla. Beita henni og framfleyta í ákveðnum tilgangi, í ákveðinn farveg. Er eina markmið frændans í lífinu að verða ríkur eða eiga fyrir bláberjum og gulli á grautinn? Á meðan okkur nægir salt og svör við mikilvægari spurningum lífsins og mannlegu samhengi?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.