Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 35

Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 35
33Mímir 53 - Mímishöfuð málfræðikennslunnar alveg fram á efsta stig, þ.e. 8., 9. og 10. bekk. Sjálfsagt er gott að tvinna hana inn í íslenskukennsluna alla grunnskólagönguna. Þó ætti mest áhersla að vera lögð á lestrarkennslu, lesskilning (t.d. fremur en leshraða) og ritun. Hægt væri að leggja fyrir alls kyns fjölbreytt verkefni sem fela í sér að nemendur öðlist skilning og áhuga á tungumálinu og átti sig á sköpunarkrafti þess í raun og veru er. Sem dæmi má nefna verkefni sem snúast um að skrifa smásögur og ljóð, greina og túlka lagatexta, endurraða ljóðum, búa til nýyrði og svo mætti lengi telja. Því meira sem nemendur fá að spreyta sig á tungumálinu, leika sér með það og búa til eitthvað skapandi úr því, þeim mun áhugasamari verða þeir. Ef notaðar eru aðferðir sem örva og ýta undir sköpun nemenda í íslenskukennslu, gætiáhugi fleiri nemenda kviknað þegar komið er á unglingastig. Þá er líklegra að nemendur verði móttækilegir fyrir málfræðinni og þeim flóknu hugtökum sem henni kunna að fylgja. Þess vegna er hugsanlega betra að málfræðikennsla hefjist af alvöru á unglingastigi og haldi svo áfram á framhaldsskólastigi. Nemandi sem hefur aldrei séð veraldlegan tilgang í því að leggja sig fram við að ná tökum á málinu, er ekki líklegur til að vera sérlega móttækilegur fyrir viðtengingarhætti og afturbeygðum fornöfnum. Þegar hugtök á borð við þessi koma upp á töflu og kennari ætlast til að nemendur læri reglurnar á bakvið þau, er hætta á að margir nemendur hugsi „nei nú er ég alveg hætt/ur að skilja, ég er svo léleg/ur/t í íslensku,“ og eru á barmi þess að gefast upp og „hata“ íslensku þar af leiðandi. Þess vegna er kannski orðið tímabært að endurskoða fyrirkomulag íslenskukennslu, svo þessi fallegi og mikilvægi menningararfur okkar fái að halda áfram að þróast og verða sterkari. Heimildaskrá Berglind Hrönn Einarsdóttir. (2019). Viðhorf unglinga til íslensku og ensku [Ritgerð til M.A-prófs í íslenskri málfræði]. Skemman. https://skemman.is/bitstream/1946/32654/5/Ritger%c3%b0%20BHE.pdf Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013. Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.