Mímir - 01.06.2023, Page 36

Mímir - 01.06.2023, Page 36
34 Íslenska sem annað mál Íris Björk Ágústsdóttir _________________________________ Fjölgun einstaklinga með annað móðurmál en íslensku hefur stóraukist hér á landi á seinustu árum. Fjöldi íbúa af erlendum uppruna nálgast 20% landsmanna. Fólk flykkist frekar að ensku, sérstaklega þar sem enska er samskiptamál milli Íslendinga og mismunandi þjóðerna á vinnustað. Auk þess er enskunám aðgengilegra fleirum og enska kennd víða. Það eru margar ástæður fyrir að þetta sé neikvæð þróun. Bæði hvað varðar varðveitingu íslenskunnar og fólkið sjálft. Hætta er á að fólk sem ekki hafi íslensku sem annað mál sé ómeðvitað um réttindi sín og að atvinnuveitendur nýti sér það. Þá myndast stéttskipting innan íslensks málsamfélags þar sem litið er niður á þá sem ekki tala málið og þeim er haldið frá atvinnu, menntun og opinberri umræðu. Íslenskumælendur hafa þá valdið. Það skapar aðskilnað í íslensku samfélagi. Annars vegar missa Íslendingar af tækifærunum til að læra um nýjar menningarheima, viðhorf og siði. Hins vegar myndast einangruð samfélög þar sem aðaltungumálið er eitthvað annað en íslenska en þá er alvarleg hætta á því að þau fari á mis tækifæri og þátttöku í samfélaginu. En virk samfélagsþátttaka snýr einmitt að því vita hvað er í gangi í stjórnmálum, fjölmiðlum og viðburðum hverju sinni til að taka þátt í lýðræðinu.

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.