Mímir - 01.06.2023, Page 43
41Mímir 53 - Mímishöfuð
dag neytir mest. Þetta eru ljóð dagsins í dag. Greina má í þeim
ákveðin stílbrögð, tiltekna hrynjandi, stefnur, strauma og
umfjöllunarefni samtímans.
Ljóð hip-hop og poppsins eru ekki verri ljóð en sum
hver sem t.d. Steinn Steinarr eða Ari Jósepsson ortu. Það
kann að víkka skilning fólks á hinni nýju birtingarmynd ef
fræðimenn, bókmenntafræðingar þá einna helst, myndu taka
upp hanskann fyrir röppurum og fleirum og greina texta þeirra
eins og hvert annað ljóð. Atómljóð voru eitt sinn litin sama
ljósi og rapptextar nútímans og það var ekki af ástæðulausu
að ég tók Stein og Ara sem dæmi hér framar. Atómljóð fengu
þó sína umfjöllun vegna vinsælda hjá ákveðnum hópum. Nú
lítum við Atómljóðið íöðru ljósi.
Ólíkt því sem Hatari hélt fram í einu ljóða sinna
þá er ljóðið ekki dautt listform. Vitið er ekki uppurið.
Nýja birtingarmyndin er vinsælasta birtingarmynd og
því ber okkur skylda til að fjalla um hana í fræðilegu
umhverfi; það er skylda okkar sem upprennandi
bókmenntarýnendur og fræðafólk á sviði tungumáls
og menningar. Skrifum um Jóhann Damian og
Kristinn Óla. Fjöllum um áhrif Davíðs Stefánssonar
og Hallgríms Péturssonar á Ármann Friðriksson.
Skoðum nýjan vettvang ástarljóða Bríetar. Skrifum um
hvort greina megi brotthvarf frá efnishyggju til tjáninga
flókinna tilfinninga í hip-hop textum. Greinum ljóð!