Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 44

Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 44
42 Stormur smásaga eftir Önnu Margréti Kristinsdóttur Kristján sat í stólnum sínum og horfði út um gluggann á úfið hafið. Öldurnar voru byrjaðar að berja af krafti í skip búkinn og þær voru svo háar að skipið stóð næstum því upp rétt eins og Titanic þegar það sigldi yfir öldurnar. Það var stormur í aðsigi og öll skip á miðunum höfðu verið beðin um að koma sér í var. Kristján hafði viljað hífa einu sinni áður en þeir lögðu af stað inn í næsta fjörð, svo hásetarnir hefðu afla til að vinna á meðan þeir biðu veðrið af sér. Hann heyrði dyrnar inn í brúna opnast og einhver þrammaði upp stigann. Einhver léttur á sér, því honum heyrðist hann sleppa öðru hvoru þrepi. – Sæll Kristján. Það er ekki hægt að vinna í þessum velting. Við verðum að bíða með aflann þar til við komum í var, sagði Barði sem var vaktformaður. – Getið þið ekki allavega byrjað að hausa? spurði Kristján annars hugar. Hann vildi ekki að það fréttist á næstu skip að hásetarnir hans sætu yfir sjónvarpinu þegar lestin væri stútfull af fiski. - Það fer verr með fiskinn ef við hausum hann og geymum svo. Við settum hann í körin og nú liggur hann í sjó. Þetta getur ekki tekið meira en nokkra klukkutíma að fara inn í fjörðinn, sagði Barði örlítið pirraður. – Það er greinilega langt síðan þú varst á dekkinu, bætti hann við. -Ef ég fer hraðar þá komið þið allir í land með dæld í höfðinu. Ég hugsa að við náum þessu á þremur tímum, sagði Kristján og stóð upp og hellti sér kaffi. - Kallaðu á Gest í talstöðinni og athugaðu hvert hann er kominn, sagði Barði og gaf Kristjáni merki um að gefa honum bolla líka. - Hvað kemur mér við hvar Gestur er? Það er nú alltaf sami bleyðuhátturinn í honum, sagði Kristján og fussaði. - Bleyðuháttur? Líttu um gluggann Kristján, þetta er nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.