Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 49

Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 49
47Mímir 53 - Mímishöfuð vegna þess að skipin lágu svo nálægt hvort öðru. - Hver... byrjaði Kristján, en enginn heyrði í honum. Ekki einu sinni hann sjálfur. Hann mætti augnarráði Gests á hinum brúar vængnum, sem horfði á hann með sorgbitnum augum. En augnsamband þeirra varði ekki lengi.Gestur rauk af stað og áður en Kristján gat áttað sig var hann farinn að aðstoða áhafnarmeðlimi sína. Helgi kom æðandi upp stigann til Kristjáns. - Það er Barði! Barði datt út fyrir! öskraði hann. Kristján var sem lamaður og gat hvorki hreyft legg né lið. - Þú verður að gera eitthvað maður, þú verður að hjálpa okkur! öskraði Helgi og reif í handlegginn á Kristjáni og dró hann niður stigann. Þegar þeir komu út var Gestur kominn í björgunarbát með þremur úr áhöfninni sinni. Þeir komust ekki á milli skipanna en sigldu meðfram hinni hlið skipsins og leituðu í sjónum bæði fyrir framan og aftan skipið. Eftir óralangan tíma birtist björgunarbáturinn aftur og áhöfn Gests hífði hann upp í Snorra. Í bátnum voru ennþá skipverjar Gests og Gestur sjálfur, með Barða í fanginu. Barði lá hreyfingarlaus, með blóðugt höfuð og Kristján leit á Gest með spurnaraugum. Gestur hristi höfuðið, sorgmæddur á svip og örlítil skeifa myndaðist á munninn á honum. Síðan hallaði hann sér yfir líkama Barða og axlirnar byrjuðu að hristast. Þögn sló á hópinn og allir horfðu á þessa sársaukafullu stund. Barða var komið fyrir í sjúkraklefanum í Vigra. Áhafnarmeðlimir tóku til við að koma dráttartaug á milli skipanna tveggja. Undir morgun byrjaði Snorri að draga Vigra frá landi en þá var 1 míla frá Grænuhlíð. Upp úr hádegi hafði tekist að framkvæma bráðabirgðaviðgerð og Vigri gat siglt fyrir eigin vélarafli. - Við siglum inn til Ísafjarðar og þar verður tekið á móti Barða, sagði Kristján við Gest í talstöðina. - Þú mátt ekki kenna sjálfum þér um þetta Kristján, sagði Gestur. - Hefur einhver dáið á þinni vakt Gestur? spurði Kristján dauflega. - Nei, svaraði Gestur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.