Mímir - 01.06.2023, Síða 51

Mímir - 01.06.2023, Síða 51
49Mímir 53 - Mímishöfuð Nafnlaus - Morri Aðalsteinsson Nafnlaus sitja þau handan móðu minnar og sorg. Allslaus ráfa þau í alvitru myrkri á mállausu torgi. Taktlaus dansa þau við lög sem snerta ekki blæðandi heim. Og hinir dauðu signa sig, dæsa og stinga sér ofan í andvarann. Hve mörg orð - Morri Aðalsteinsson Hvað eru mörg orð síðan og hve mörg þeirra voru þú. Hve mörg þeirra eru bergmál af himninum og hve mörg þeirra eru kertaljós í umlykjandi sumarmyrkri. Hve mörg þeirra bera vindinn og hve mörg þeirra voru í kyrrþey. Hve mörg þeirra draga frá gluggatjöldin og hve mörg þeirra voru þú.

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.