Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 13

Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 13
12 Áv ör p og an ná lar 12 Vorið 2016 var Hugrún sett á laggirnar innan Háskóla Íslands. Nokkrum mánuðum áður hafði hugmyndin að slíku félagi verið rædd á fundi stjórnar Félags læknanema (FL) og raunar höfðu ýmsir hópar rætt slíka hugmynd sín á milli áður en félagið varð endanlega til. Læknanemar höfðu í nokkrum mismunandi hópum stungið upp á stofnun eins konar „geðráðs“ haustið 2015 og á sama tíma höfðu hjúkrunarfræði­ og sálfræðinemar viðrað hugmyndina innan sinna nemendahópa. Fljótlega varð ljóst að þó að þessir hópar einir og sér ættu erfitt með að stofna slíkt félag gætu nokkur nemendafélög hæglega gert það saman. Boltinn fór fyrst að rúlla þegar sú hugmynd kom fram á stjórnar­ fundi FL í nóvember 2015 að verkefnið yrði þverfræðilegt. Í kjöl­ farið hafði Valgerður Bjarnadóttir, þáverandi varaformaður FL, samband við formenn nemendafélaga grunnnema og klínískra nema í sálfræði. Sálfræðinemar höfðu áður látið reyna á stofnun slíks félags og tóku boðinu um samstarf fagnandi. Ég hafði samband við hjúkrunarfræðinema í gegnum sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands og áður en við vissum af var ekkert annað í stöðunni en að stofna félag strax um vorið. Stofnfundur félagsins var haldinn 13. apríl 2016, eftir nokkra fjölmenna fundi þar sem öllum áhugasömum nemendum úr þessum þremur greinum var boðið að taka þátt í að móta félagið. Í því ferli nýttist meðal annars öll sú ómetanlega reynsla sem býr innan hinna ýmsu ráða og nefnda læknanema, sálfræðinema og hjúkrunarfræðinema. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og aðrir fagaðilar innan geðheilbrigðiskerfisins gáfu að auki vinnu sína í verkefnið. Við sem unnum að stofnun félagsins erum þeim óendanlega þakklát. Við hlökkum til að fylgjast með félaginu vaxa og dafna. Strax við stofnun félagsins var lagt upp með að fara í framhaldsskóla og er módelið að nokkru leyti byggt á fyrirmynd frá Ástráði. Í hvern fyrirlestur fara tveir nemar og ræða við unglingana á jafningjagrundvelli um geðsjúkdóma og andlegt heilbrigði. Í stað þess að tala um herpes og smokka er rætt um kvíða og hugræna atferlismeðferð. Hugrún hefur nú haldið yfir 70 fyrirlestra í framhaldsskólum um allt land og hafa þar tugir fyrirlesara komið að. Viðbrögðin hafa á heildina litið verið mjög jákvæð og hafa ýmsir framhaldsskólar haft samband við okkur að fyrra bragði eftir að starfið hófst. Fyrir utan fræðslu í framhaldsskólum hafa ýmis önnur verkefni hlaðist á okkur yfir árið. Þannig hefur Hugrún ferðast um landið með forvarnarverkefninu Útmeð’a!, talað við foreldrahópa og hjúkrunar­ fræðinga, farið í grunnskóla og félagsmiðstöðvar auk þess að setja af stað vefsíðuna gedfraedsla.is, þar sem finna má ýmislegt fræðsluefni. Flest af þessu hefur komið til að frumkvæði fólks sem hefur heyrt af félaginu og haft áhuga á málefninu sem að okkar mati sýnir hversu mikil þörf er á fræðslu um geðheilbrigði í samfélaginu. En gerir fræðsla um geðheilbrigði gagn? Rannsóknir gefa vísbendingar um að fræðsla um geðsjúkdóma fyrir unglinga hafi jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til geðrænna vandamála1 en fordómar gagnvart geðsjúkdómum minnka líkurnar á að fólk leiti sér hjálpar, sérstaklega ungt fólk og karlmenn2. Samantekt frá 2016 sýndi einnig að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja unglinga til að leita hjálpar fyrir sig eða vini sína3. Það eru því ýmsar vísbendingar um að fræðsla geti verið árangursrík og líklega eru flestir sem hafa verið í Ástráði sammála um að unglingar eru til í að hlusta ef þeim er mætt á jafningjagrundvelli. Þar að auki hefur þverfræðilega samstarfið gefist vel og vonandi undirbúið nemendur fyrir framtíðar teymisvinnu á Landspítalanum og annars staðar. Það er okkar von að Hugrún muni halda áfram að vaxa og dafna á næstu árum og geti hjálpað til við að breyta viðhorfum ungs fólks til geðsjúkdóma. Hvernig varð Hugrún til? Er þörf fyrir geðfræðslu? Ragna Sigurðardóttir stofnandi og fjáröflunarstýra Hugrúnar 2016-2017 Steinn Thoroddsen Halldórsson stofnandi og formaður Hugrúnar 2016-2017 Geðfræðslu - félagið Hugrún Litið til baka yfir farsælt fyrsta starfsár Hugrún er nýtt samstarfsverkefni og geðfræðslufélag lækna-, sálfræði- og hjúkrunarfræðinema. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um andlegt heilbrigði með það fyrir augum að minnka fordóma gagnvart geðsjúkdómum sem og að auka færni ungmenna í að rækta eigin geðheilsu. Heimildir 1. Sakellari E, Leino­Kilpi H & Kalpkerinou­ Anagnostopoulou A. Educational interventions in secondary education aiming to affect pupils’ attitudes towards mental illness: a review of the literature. J. Psychiatr. Ment. Health Nurs. 2011;18:166–176. 2. Clement S et al. What is the impact of mental health­related stigma on help­seeking? A systematic review of quantitative and qualitative studies. Psychol. Med. 2015;45:11–27. 3. Salerno JP. Effectiveness of Universal School­ Based Mental Health Awareness Programs Among Youth in the United States: A Systematic Review. J. Sch. Health 2016;86: 922–931.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.