Læknaneminn - 01.01.2017, Side 55

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 55
Ri trý nt ef ni 5454 Inngangur Algengustu orsakir magaopsstíflu (e. gastric outlet obstruction) eru illkynja æxlisvöxtur og ætisár (e. gastric ulcer). Ætisár voru algengustu orsakirnar áður fyrr. Eftir að H. pylori uppgötvaðist og farið var að meðhöndla ætisár með sýklalyfjum og prótónpumpuhemlum er hins vegar mun sjaldgæfara að ætisár valdi það svæsinni örvefs myndun að magaop stíflist. Illkynja æxli valda núorðið meiri hluta magaopsstífla og er því sjúkdómurinn meðhöndlaður sem illkynja þar til annað sannast1,2. Hér að neðan er góðkynja fituvefsæxli lýst sem sjaldgæfri orsök magaopsstíflu. Tilfelli 55 ára karlmaður með sögu um vélindabakflæði, vélindagapshaul af gerð B (e. hiatus hernia) og astma leitaði til læknis vegna lang varandi brjóstsviðaeinkenna. Kvartaði hann yfir þyngslaverk undir bringu beini. Samhliða var hann með nábít, ertingu í hálsi og uppþembu. Hann hafði tekið ýmsa prótónpumpuhemla sem höfðu lítið slegið á ein kenni. Hann fór í kjölfarið í maga speglun og tölvu sneiðmynd af kviðar holi sem sýndu 3,5x2,2 cm stóra fyrirferð klukkan 10­12 um 3 cm fyrir ofan portvörð (e. pylorus) sem skagaði inn í holrými magans (mynd 1). Útlit samræmdist helst góðkynja fituvefsæxli (e. lipoma) og frekari meðferð var ekki talin nauðsynleg. Sýni var tekið til að skima fyrir H. pylori og reyndist vera neikvætt. Í eftirliti tveimur árum síðar voru bakflæðis einkenni versnandi. Samhliða hafði hann síðustu mánuði fengið endur teknar berkjubólgur og versnun á astmaeinkennum. Maga speglun var endur tekin og sýndi að æxlið hafði stækkað töluvert, lá nú milli klukkan 9 og 13 og lokaði alveg portvarðar hringvöðva (e. pyloric sphincter) í magahreyfingar bylgjunni (mynd 2). Var í kjölfarið haft samband við skurðlækni með tilliti til fjarlægingar æxlis. Ákveðið var að fjarlægja æxlið með slímubeðsflysjun gegnum holsjá (e. endoscopic submucosal dissection). Farið var niður vélinda og inn í maga þar sem æxlið lá í minni magabugðu (e. lesser curvature) og teygði sig yfir portvarðaropið. Byrjað var að afmarka æxlið með sérstökum holsjárhníf (HybridKnife, Erbe, Þýskalandi) og æxlinu síðan lyft frá megin vöðvalagi magaveggjar (e. muscularis propia) með innsprautun vatns í slímubeðinn (e. submucosa). Því næst var skorið inn í slímubeðslagið og æxlið losað frá. Vegna stærðar æxlisins gekk í fyrstu brösulega að ná því út Magaopsstífla af völdum stórs góðkynja fituvefsæxlis Tilfelli af meltingar- og kviðarholsskurðdeild Arnar Bragi Ingason, fjórða árs læknanemi 2016-2017 Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarlækningum Aðalsteinn Arnarson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum Mynd 1. Tölvusneiðmynd af kviðarholi í öxulskurði (e. axial section) sem sýnir stóra fyrirferð sem skagar inn í holrými portvarðar (sjá hvíta ör). Fyrirferðin hefur einsleitt og fituríkt útlit sem samrýmist góðkynja fituvefsæxli. Rétt baklægt við fyrirferðina er portvarðaropið sem aðskilur magann frá skeifugörn. Í skeifugörninni sést loftbóla (rauð ör). Athugið að loftbólan hefur dekkra útlit en fyrirferðin í maga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.