Læknaneminn - 01.01.2017, Page 55
Ri
trý
nt
ef
ni
5454
Inngangur
Algengustu orsakir magaopsstíflu
(e. gastric outlet obstruction) eru
illkynja æxlisvöxtur og ætisár
(e. gastric ulcer). Ætisár voru
algengustu orsakirnar áður fyrr. Eftir
að H. pylori uppgötvaðist og farið var
að meðhöndla ætisár með sýklalyfjum
og prótónpumpuhemlum er hins vegar mun sjaldgæfara að
ætisár valdi það svæsinni örvefs myndun að magaop stíflist.
Illkynja æxli valda núorðið meiri hluta magaopsstífla og er
því sjúkdómurinn meðhöndlaður sem illkynja þar til annað
sannast1,2. Hér að neðan er góðkynja fituvefsæxli lýst sem
sjaldgæfri orsök magaopsstíflu.
Tilfelli
55 ára karlmaður með sögu um vélindabakflæði,
vélindagapshaul af gerð B (e. hiatus hernia) og astma leitaði
til læknis vegna lang varandi brjóstsviðaeinkenna. Kvartaði
hann yfir þyngslaverk undir bringu beini. Samhliða var hann
með nábít, ertingu í hálsi og uppþembu. Hann hafði tekið
ýmsa prótónpumpuhemla sem höfðu lítið slegið á ein kenni.
Hann fór í kjölfarið í maga speglun og tölvu sneiðmynd af
kviðar holi sem sýndu 3,5x2,2 cm stóra fyrirferð klukkan
1012 um 3 cm fyrir ofan portvörð (e. pylorus) sem skagaði
inn í holrými magans (mynd 1). Útlit samræmdist helst
góðkynja fituvefsæxli (e. lipoma) og frekari meðferð var ekki
talin nauðsynleg. Sýni var tekið til að skima fyrir H. pylori
og reyndist vera neikvætt. Í eftirliti tveimur árum síðar voru
bakflæðis einkenni versnandi. Samhliða hafði hann síðustu
mánuði fengið endur teknar berkjubólgur og versnun á
astmaeinkennum. Maga speglun var endur tekin og sýndi að
æxlið hafði stækkað töluvert, lá nú milli klukkan 9 og 13
og lokaði alveg portvarðar hringvöðva (e. pyloric sphincter)
í magahreyfingar bylgjunni (mynd 2). Var í kjölfarið haft
samband við skurðlækni með tilliti til fjarlægingar æxlis.
Ákveðið var að fjarlægja æxlið með slímubeðsflysjun
gegnum holsjá (e. endoscopic submucosal dissection).
Farið var niður vélinda og inn í maga þar sem æxlið lá
í minni magabugðu (e. lesser curvature) og teygði sig yfir
portvarðaropið. Byrjað var að afmarka æxlið með sérstökum
holsjárhníf (HybridKnife, Erbe, Þýskalandi) og æxlinu
síðan lyft frá megin vöðvalagi magaveggjar (e. muscularis
propia) með innsprautun vatns í slímubeðinn (e. submucosa).
Því næst var skorið inn í slímubeðslagið og æxlið losað frá.
Vegna stærðar æxlisins gekk í fyrstu brösulega að ná því út
Magaopsstífla
af völdum
stórs góðkynja
fituvefsæxlis
Tilfelli af meltingar- og kviðarholsskurðdeild
Arnar Bragi Ingason, fjórða árs læknanemi 2016-2017
Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarlækningum
Aðalsteinn Arnarson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum
Mynd 1. Tölvusneiðmynd af kviðarholi í öxulskurði (e. axial
section) sem sýnir stóra fyrirferð sem skagar inn í holrými
portvarðar (sjá hvíta ör). Fyrirferðin hefur einsleitt og fituríkt
útlit sem samrýmist góðkynja fituvefsæxli. Rétt baklægt við
fyrirferðina er portvarðaropið sem aðskilur magann frá skeifugörn.
Í skeifugörninni sést loftbóla (rauð ör). Athugið að loftbólan hefur
dekkra útlit en fyrirferðin í maga.