Læknaneminn - 01.01.2017, Page 91
Fr
óð
lei
ku
r
90
Hvað er þetta
FOAM?
Símenntun lækna
Elías Eyþórsson
læknir
Nemendur í læknisfræði nota oft á tíðum
mynd mál sem tengist vatni til að lýsa námi
sínu. Um fangi náms ins er líkt við að drekka
vatn úr bruna hana og nem endur tala um að
þeir séu að drukkna í náms efni. Ég ætla að gera
heiðarlega tilraun til að halda þessu myndmáli
gangandi og líkja árunum eftir útskrift við leka
fötu. Í þessu myndmáli er fatan heili og vatnið
þekking. Tvennt skal tekið fram. Í fyrsta lagi
hefur fatan alltaf lekið. Ef þið viljið sann reyna
það þá skuluð þið rifja upp Krebs hringinn.
Hélt ekki. Lekinn verður hins vegar meira
áberandi eftir útskrift. Starf læknis er fyrst og
síðast að taka ákvarðanir byggðar á þekkingu
og gögnum. Lekinn verður meira áberandi
þegar stöðugt er verið að sækja í fötuna og
grípa í tómt. Í öðru lagi þá er ekkert hægt að
gera til að minnka lek ann. Ef ætlunin er að
halda fötunni fullri af vatni þá er besta lausnin
að fylla stöðugt á.
Í þessari grein ætla ég að færa rök fyrir ákveðnu
vinnuflæði við símenntun. Hugmyndir mínar
byggja á tveimur meginstoðum:
1. Ákvarðanaþreyta
Eftir dæmigerðan vinnudag hefur læknir
tekið hundruð ákvarðana sem snerta líf sjúk
linga og fjölskyldur þeirra. Slíkt veldur
ákveðnu sliti. Ég hef heyrt kandídata lýsa því
sem þreytu sem leggst á sálina. Fyrirbærið
ákvarðana þreyta (e. decision fatigue) hefur verið
skilgreint og rannsakað. Mannskepnan virðist
hafa tak markaða getu til að taka veigamiklar
ákvarðanir. Þessu hefur verið líkt við vöðva sem
þreytist við álag. Ef leggja á símenntun ofan
á vinnu daginn þarf því að fækka ákvörðunum
tengdum lestrinum. Ímyndum okkur tvo lækna
sem vilja báðir stunda símenntun. Læknir A
kemur heim eftir vinnudaginn og fær sjálfkrafa
sent efni til að lesa. Efni sem hefur skilgreint
upphaf og enda. Hann þarf einungis að ákveða
að byrja. Allar aðrar ákvarðanir hafa þegar
verið teknar. Læknir B kemur heim og þarf að
ákveða hvað hann ætlar að læra í dag. Næst þarf
hann að finna upplýsingar um efnið í bókum
eða á internetinu og ákveða hvað af því hann
ætlar að lesa. Það eru engin föst endamörk.
Hann getur alltaf haldið áfram. Hann þarf því
líka að ákveða hvað hann ætlar að verja löngum
tíma í lesturinn. Hvor þeirra heldur sig frekar
við efnið?
2. Staðreyndir og skilningur
Þekkingu í læknisfræði má gróflega skipta
í stað reyndir og skilning. Staðreyndir eru best
lærðar með dreifðri endurtekningu (e. spaced
repitition). Fyrir þessari fullyrðingu liggur
fjöldi rannsókna. Skilningur, það hvernig beita
á staðreyndum, felst í því að mynda tengsl milli
staðreynda á kerfislægan hátt. Hann er best
að læra af fólki sem skilur nú þegar hvernig
staðreyndirnar raðast saman.
Með vísan í rökin hér að ofan hef ég beitt eftir
farandi aðferð við símenntun fyrir sjálfan mig.
Til að tapa ekki þeirri staðreyndaþekkingu
sem tók sex ár að afla hef ég notast við ókeypis
forrit sem heitir Anki (http://www.ankisrs.
net). Í Anki er notast við rafræn kort. Þér er
sýnd framhlið kortsins og þar er ýmist hugtak,
spurning eða eyðufylling. Þegar þú telur þig
vita svarið færð þú að sjá bakhlið kortsins sem
geymir rétta svarið. Þú ert næst beðinn um að
tilgreina hvort þú hafir svarað rétt eða ekki og
hversu erfið þér fannst spurningin vera. Anki
byggir á algrím (e. algorithm) sem reiknar
hagkvæmustu dreifðu endurtekninguna. Þau
kort sem þú gast ekki svarað birtast strax aftur
og þau kort sem þú gast svarað en þótti erfið
birtast fyrr en þau sem þér þótti auðveld. Með
hverri endurtekningu lengist tíminn sem líður
þar til þú sérð kortið aftur. Anki fæst bæði fyrir
snjallsíma og tölvur og samstillir árangurinn
milli tækja þráðlaust. Anki semur ekki kortin
fyrir þig. Þú sem notandi getur samið þín eigin
kort eða þú getur notað þau 23.142 kort sem
ég hef safnað saman síðastliðin ár (http://bit.
ly/kort_medicine).
Erfiðara getur verið að viðhalda skilningi.
Spreng ing hefur orðið í þekkingarmiðlun
í læknis fræði á formi bloggfærslna frá kennslu
glöðum læknum. Byltingin ber enska yfirheitið
Free Open Access Medical Education
(FOAM). Líkt og ég færi rök fyrir hér að ofan
er ekki hægt að ætlast til þess að lækna nemar
eða læknar setjist niður eftir erfiðan vinnu dag
og leiti sér að lestrar efni. Mín lausn á þessu er
vef síða sem heitir Feedly (www.feedly.com).
Feedly er einnig til sem forrit í snjall síma. Þar
get urðu til tekið hvaða blogg um og vef síðum
þú vilt að Feedly fylgist með. Feedly sækir
síðan upp lýsingar þaðan í hvert sinn sem nýjar
færslur birtast og setur það saman í einn auð
meltanlegan lista. Þú þarft því ekki að ákveða
neitt nema að lesa það sem er á listanum. Líkt
og Anki þá samstillir Feedly lestur milli tækja.
Þegar þú klárar að lesa grein þá hverfur hún
af list anum. Þú getur bætt við öllum þeim
bloggum sem þú hefur áhuga á að lesa eða
þú getur, með nokkrum músasmellum, afritað
allar þær 43 áskriftir sem ég hef safnað saman
(http://bit.ly/askriftir).
Það eru margar leiðir til að fylla á fötuna. Hér
kynnti ég þá leið sem ég hef notað síðastliðin ár.
Með ofangreindri aðferð fæst stöðugt innflæði
með lítilli fyrirhöfn. Hún dreifir áfyllingunni
yfir tíma og hefur nýst mér vel. Fatan hefur að
minnsta kosti ekki tæmst enn sem komið er.