Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Page 8

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Page 8
BJORN BJARNASON: Af alþjóSavettvangi Á síðasta miðstjórnarfundi Alþjóða- sambandsins, WFTU, var ákveðið að boða til alþjóðlegrar kvennaráðstefnu er haldin verður um miðbik ársins. Þetta er í fyrsta sinn í sögu verk- lýðssamtakanna sem slík ráðstefna er haldin, eingöngu um vandamál vinn- andi kvenna og þátttöku þeirra í verklýðsbaráttunni. Ráðstefnan verður haldin á mjög breiðum einingargrundvelli, opin öll- um þeim konum er vinna fyrir laun- um. Fulltrúarnir eiga, eftir því sem við verður komið, að vera kosnir af samtökum vinnandi kvenna. Gert er ráð fyrir að dagskrá ráð- stefnunnar verði í tveim aðal liðum: 1. Einingarbarátta vinnandi kvenna og verkalýðssamtakanna fyrir framkvæmd kröfunnar „Sömu laun fyrir sömu vinnu“, fyrir bættum lífskjörum og auknum réttindum og fyrir friði. 2 Meiri þátttaka kvenna í verklýðs- baráttunni, starfi og stjórn verk- lýðsfélaganna. Afgreiðsla Vinnunnar og verkalýðs- ins veitir nánari upplýsingar um þessa ráðstefnu. ★ Baráttan fyrir rétti vinnandi kvenna Kafli úr ræðu er Nina Popova, rit- ari miðstjórnar Rússneska verkalýðs- sambandsins flutti á miðstjórnarfundi WFTU. Samþykkt Réttindaskrárinnar'* mun verða liður í aukinni baráttu fyrir réttindum kvenna og unglinga, sem í löndum auðvaldsins sæta verri með- ferð en aðrir hlutar verkalýðsins. Laun kvenna eru þar allstaðar miklu lægri en karla, sumstaðar ekki nema helmingur af þeim, og aðbúð ung- linganna er jafnvel enn verri. Við stöndum í þakkarskuld við fé- laga Frachon, sem fyrir hönd franska verklýðssambandsins, GCL, lagði til að boðuð verði alþjóðaráðstefna vinn- andi kvenna, sem hafi það að aðal- markmiði að skipuleggja baráttuna fyrir rétti kvenna og unglinga, í lönd- um auðvaldsins og nýlendunum. Hvílíkur styrkur yrði það verklýðs- baráttunni ef allar þær milljónir kvenna og unglinga yrði virkir þátt- takendur í henni. í Englandi, Banda- ríkjunum, Ítalíu, Frakklandi, Vestur- Þýzkalandi og Japan, vinna um 60 *) Réttinclaskráin er plagg, sem rætt hef- ir verið á vegum Alþjóðasambands verka- lýðsfélaganna meðal verkalýðs um allan beim á s 1. ári og hefir inni að halda flest lielztu réttindamál, þ á. m. jafnrétt- iskröfur kvenna. Ritið mun við tæki- færi kynna lesendum sínum réttindaskrana. -1G VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.