Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 19

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 19
ig fyrir, að ekki liggur fyrir skrif- lega hvernig þeir eru fengnir. Auð- vitað lét ég færa upphæðina inn á „Ýmislegt", en stakk í eigin vasa litl- um hluta hennar, og um leið sá ég svo um, að þetta kæmi ekki greini- lega fram á reikningnum. Þessi reikn- ingur, Ýmislegt, er þannig lagaður, að mjög erfitt er að henda reiður á, um hvað er að ræða, þ. e. a. s. fyrir aðra en framkvæmdastjórana. í raun og veru gerði ég ekki annað en að notast við verzlunarhætti þá sem ég hafði lært hérna —. Nóg um það, í smáatriðum mun ég skýra lögregl- unni frá þessu“. Grafarþögn. Stjórnendurnir við borðið skutu augum hvor til annars. Stjórnarfor- maðurinn tók gleraugun af nefinu og sveiflaði þeim milli fingranna í þung- um þönkum. „Þér stagist sínkt og heilagt á lög- reglu og aftur lögreglu“, sagð ann — „engu líkara en þér hafið gefið upp alla von. En þér — þér sem eruð greindur og kappsamur unglingur, ættuð ekki að láta bugast. Eins og þér vitið hafið þér ávallt notið óskoraðr- ar vináttu fyrirtækisins —“ „Ef satt skal segja“, sagði forstjór- inn, „hefur okkur aldrei komið til hugað að þér væruð valdir að þessu peningahvarfi. Þvert í móti höfðum við vinnufélaga yðar herra Magnús, grunaðan. Við þóttumst jafnvel hafa í höndunum nægar sannanir gegn honum —“. „ Nei, nei — umfram alla muni, þér heyrið að ég hefi meðgengið, að það var ég og enginn annar, sem valdur er að fjárdrættinum" — sagði Jón Smiður og ókyrrðist. „Og þessvegna er það minn ásetningur að fara rak- leitt til lögreglunnar". Aftur skotruðu stjórnendur augum hvor til annars. Því næst tók stjórnar- formaður til máls: Hafið þér, ungi maður, gert yður það fullkomlega ljóst, að því að leggja játningu yðar fyrir lögregluna, á þann hátt sem þér hafið lýst hljótið þér að ljósta upp um verzlunarleynd- armál fyrirtækisins?“ „Og er yður það ennfremur ljóst að sízt bætir það um fyrir yður hjá lögreglunni, að blanda fleirum óvið- komandi í málið?“ bætti varaformað- urinn við skjálfraddaður. „Mér er það fyllilega ljóst“, sagði Jón Smiður. „að hefði ég að tilefnis- lausu farið til lögreglunnar, að tala um málefni fyrirtækisins hefði mér blátt áfram verið vísað á dyr. En nú kem ég sem þjófur og þess vegna eru þeir neyddir til að hlusta á það sem ég hefi að segja. Það er einmitt þjófn- aðurinn, sem leggur mér þá skyldu á herðar og veitir mér rétt til að tala.“ Og aftur þögðu stjórnendurnir og hugsuðu málið. „Fjárdráttur er alvarlegt mál, en allir erum við nú menn,“ byrjaði stjórnarformaðurinn. „Frá mínu sjón- armiði gengur það glæpi næst að láta sakamál starfsmanns fyrirtækisins koma fyrir lögregluna. Þess vegna gæti ég fyrir mitt leyti fallizt á að jafna málið í kyrrþey. Það hefði óneit- anlega kosti í för með sér — fyrir yður skiljið þér. Við gætum ef til vill haft yður hjá okkur áfram og svo gætuð þér smám saman endurborgað okkur fjárdráttinn, með því að draga hann reglulega frá launum yðar.“ „Því miður eru laun mín lægri en svo, að ég geti samþykkt það,“ sagði Jón Smiður, og bar óðan á. „Eg sé ekki aðra leið út úr þessu, en að fara strax til lögr .... “ VINNAN og verkalýðurinn 57

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.